Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Handel & varor |
Industri | Detaljhandel |
Hagar hf. luku í dag útboði á nýjum 6 mánaða víxlaflokki HAGA240925. Þá bauðst eigendum víxilsins HAGA240328 að selja bréf í flokknum til útgefanda samhliða útboðinu.
Heildartilboð í nýja flokkinn HAGA240925 námu samtals 2.840 m.kr. að nafnvirði á flötu vöxtunum 9,90% - 10,29%.
Tilboðum að fjárhæð 1.880 m.kr. að nafnvirði var tekið á 10,20% flötum vöxtum.
Útgáfudagur og gjalddagi áskrifta er 27. mars 2024. Stefnt er að töku til viðskipta á Nasdaq Iceland.
Í tengslum við útboðið bauðst eigendum flokksins HAGA240328 að selja bréf í flokknum til útgefanda. Hreint verð sem fjárfestum bauðst að selja víxilinn á var 100,0. Tilboð bárust að nafnvirði 1.880 m.kr. Uppgjör viðskipta fer fram 27. mars 2024.
Fossar fjárfestingarbanki hf. hefur umsjón með útgáfu og sölu víxlanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq Iceland.
Nánari upplýsingar veita:
Ásgrímur Gunnarsson, Fossar fjárfestingarbanki, sími: 522 4000, asgrimur.gunnarsson@fossar.is
Arnar Geir Sæmundsson, Fossar fjárfestingabanki., sími 522 4000 arnar.saemundsson@fossar.is
Guðrún Eva Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, geg@hagar.is