Bifogade filer
Kurs & Likviditet
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Industri |
Industri | Industriprodukter |
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina árið 2023.
2. Staðfesting ársreiknings og ráðstöfun hagnaðar reikningsársins 2023.
3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda stjórnar.
4. Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
5. Kosning stjórnar félagsins.
a. Kosning formanns.
b. Kosning fjögurra meðstjórnenda.
6. Tillaga stjórnar um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd.
7. Kosning endurskoðunarfélags.
8. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur:
Um greiðslu arðs:
Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2023 verði greiddar 1,10 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 700 milljónir ISK. Arðurinn verði greiddur í viku 23.
Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 22. mars 2024, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 26. mars.
Arðleysisdagurinn er 25. mars.
Um þóknun til stjórnarmanna:
Þóknun til stjórnarmanna verði 330.000 kr. á mánuði, formaður fái þrefaldan hlut.
Þóknun til nefndarmanna í endurskoðunarnefnd skal nema 100.000 kr. á mánuði, formaður
fái 165.000 kr. á mánuði.
Um starfskjarastefnu:
Stjórn félagsins leggur til að núverandi starfskjarastefna félagsins, sem samþykkt var á síðasta aðalfundi, muni gilda áfram. Starfskjarastefnan er í samræmi við 79. gr. a hlutafélagalaga nr. 2/1995.
Starfskjarastefnan er meðfylgjandi í viðauka
Um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd:
Jóhann Gunnar Jóhannsson
Um endurskoðunarfélag:
PricewaterhouseCoopers ehf. verði kjörið til næsta árs.