Bifogade filer
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Industri |
Industri | Industriprodukter |
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Tillaga um heimild til hækkunar hlutafjár með útgáfu nýrra hluta
Verði tillagan samþykkt er stjórn félagsins veitt heimild til að hækka hlutafé félagsins um kr. 145.000.000 að nafnvirði, annars vegar kaupa félagsins á öllu hlutafé Holding Cage I AS, sem er eigandi 100% hlutafjár í Mørenot AS og hins vegar í tengslum við fyrirætlanir um að óska eftir töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ á Íslandi og í því skyni að greiða niður skuldir Mørenot og fjármagna fjárfestingar félagsins þannig að samlegðaráhrif vegna kaupa á félaginu séu nýtt. Hluthafar falla jafnframt frá forgangsrétti sínum til áskriftar á hinu nýja hluta. Verður heimildin tekin upp í samþykktir félagsins og veitt til 18 mánaða frá dagsetningu hlutafafundarins.
- Önnur mál, löglega fram borin.
Nánar um fundarsókn og atkvæðagreiðslu:
Hluthafar sem eru eignaskráðir hluthafar skv. hluthafakerfi félagsins þegar hluthafafundur fer fram geta beitt réttindum sínum á hluthafafundi. Uppgjör viðskipta hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð fer fram tveimur dögum eftir viðskiptin og því er mælst til þess að síðasti viðskiptadagur sé þann 23. nóvember 2022, vilji hluthafi beita réttindum sínum á fundinum. Hluthafar geta látið umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt og dagsett umboð, en form að umboði er aðgengilegt á vefsíðu félagsins. Tekið skal fram að umboð getur aldrei gilt lengur en í eitt ár frá dagsetningu þess.
Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi, ef hann gerir um það skriflega kröfu til félagsstjórnar með það miklum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins.
Endanleg dagskrá, fundarboðun og tillögur auk annarra upplýsinga um hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins hampidjan.is.
Tillaga um heimild til hækkunar hlutafjár í tengslum við kaup Hampiðjunnar á Mørenot samstæðunni.
Stjórn leggur til að eftirfarandi tillaga verði samþykkt:
„Hluthafafundur Hampiðjunnar hf. haldinn 25.11. 2022 samþykkir að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins að nafnvirði um allt að kr. 145.000.000, úr kr. 500.000.000 að nafnvirði í allt að kr. 645.000.000 að nafnvirði, svo sem nánar greinir hér að neðan:
- Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé, í einu lagi, um allt að kr. 50,981,049, að nafnverði, í tengslum við kaup Hampiðjunnar á Holding Cage I AS, sem er eigandi 100% hlutafjár í Mørenot AS og öðrum dótturfélögum innan Mørenot samstæðunnar. Áskriftargengi hinna nýju hluta verður 112 fyrir hvern nafnverðshlut í samræmi við ákvæði í kaupsamningi um kaup Hampiðjunnar á Holding Cage I AS þar sem gert er ráð fyrir að greitt verði fyrir hina nýju hluti með skuldajöfnuði.
- Stjórn félagsins er heimilt að óska eftir töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ á Íslandi, en hlutabréf félagsins eru nú til viðskipta á First North markaði NASDAQ, og auka hlutafé félagsins samhliða, í einu lagi eða áföngum, um allt að kr. 94.018.951 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta, í því skyni að greiða niður skuldir Mørenot og fjármagna fjárfestingar félagsins þannig að samlegðaráhrif vegna kaupanna séu nýtt. Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi hlutanna og sölureglur hverju sinni. Skal áskrift í einu og öllu fara fram samkvæmt ákvæðum samþykkta félagsins og V. kafla laga um hlutafélög.
Hluthafar falla frá forgangsrétti til áskriftar á hinu nýja hlutafé.
Engar hömlur skulu vera á viðskiptum með hina nýju hluti. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi, þó skulu hinir nýju hlutir sem tilkomnir eru vegna greiðslu fyrir hlutaféð í Holding Cage I AS njóta arðsréttinda og forgangsréttar til áskriftar að nýjum hlutum í félaginu, til jafns við hluthafa, frá þeim degi sem kaupsamningur sá sem vísað er til í a-lið 1. mgr. hér að framan er orðinn skuldbindandi. Heimildir þessar skal stjórnin nýta innan 18 mánaða frá samþykkt hennar.
Stjórn félagsins er heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við nýtingu heimildarinnar.“
Tillögu þessa skal taka upp í nýja grein 14.1 í samþykktum félagsins. Heiti 14 greinar skal vera „Sérákvæði um hlutafjárhækkanir og fleira“.