Onsdag 14 Maj | 03:20:41 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2021-08-26 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-03-26 - Årsstämma
2021-03-11 - Bokslutskommuniké 2020
2020-06-02 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 1.15 ISK
2019-04-08 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 1.00 ISK
2018-04-20 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.75 ISK
2017-04-03 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 1.00 ISK
2016-03-21 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.84 ISK
2015-03-30 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.67 ISK
2014-03-31 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.54 ISK
2013-07-01 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.29 ISK

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorIndustri
IndustriIndustriprodukter
Hampiðjan är en tillverkare av specialiserade och högkvalitativa rep. Idag erbjuder bolaget produkter och tillhörande tjänster för olika sektorer, från industri, offshore till fiskeindustrin. Produktportföljen inkluderar exempelvis fiskeredskap, rep och nät, remmar samt linor anpassade för tuffa miljöer ute till sjöss. Verksamhet innehas på global nivå, med störst närvaro på den nordiska – och europeiska marknaden.
2025-03-21 19:00:23

Á aðalfundi Hampiðjunnar hf. sem haldinn var 21. mars 2025, var skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2024 samþykkt samhljóða.

Sjálfkjörið var í félagsstjórn.

Formaður félagsstjórnar

Vilhjálmur Vilhjálmsson

Meðstjórnendur

Auður Kristín Árnadóttir
Kristján Loftsson
Loftur Bjarni Gíslason
Sigrún Þorleifsdóttir

Eftirfarandi tillögur stjórnar Hampiðjunnar voru samþykktar:  

Tillaga um greiðslu arðs

Aðalfundur Hampiðjunnar hf. samþykkir að á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði greiddar 1,10 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða um 700 milljónir ISK. Arðurinn verði greiddur í viku 23. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 21. mars 2025, þ.e. viðskipti sem fara fram á þeim degi koma fram í hlutaskrá félagsins á arðsréttindadeginum 25. mars. Arðleysisdagurinn er 24. mars.

Tillaga um þóknanir fyrir komandi starfsár

Aðalfundur samþykktir tillögu stjórnar um að þóknun til stjórnarmanna verði 350.000 ISK á mánuði, formaður fái þrefaldan hlut og að þóknun til nefndarmanna í endurskoðunarnefnd verði 105.000 ISK á mánuði, formaður fái 175.000 kr. á mánuði.

Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu félagsins

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að starfskjarastefna félagsins, sem samþykkt var á síðasta aðalfundi muni gilda áfram með minniháttar breytingum. Orðið „kaupréttur“var tekið út úr 7. gr. og við 8. gr. var bætt við eftirfarandi setningu: „Heimilt er að skilyrða greiðslu slíkra kaupauka við að þeim sé ráðstafað til kaupa á hlutum í félaginu.”

Tillaga um endurskoðunarfélag

Endurskoðunarfélag verði PricewaterhouseCoopers ehf.

Tillaga um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd

Aðalfundur samþykkti tillögu stjórnar um að Jóhann Gunnar Jóhannsson, löggiltur endurskoðandi, verði utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd.