Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Industri |
Industri | Industriprodukter |
Á hluthafafundi Hampiðjunnar, sem fram fór í dag, var eftirfarandi tillaga um heimild til hækkunar hlutafjár samþykkt:
„Hluthafafundur Hampiðjunnar hf. haldinn 25.11.2022 samþykkir að veita stjórn félagsins heimild til að auka hlutafé félagsins að nafnvirði um allt að kr. 145.000.000, úr kr. 500.000.000 að nafnvirði í allt að kr. 645.000.000 að nafnvirði, svo sem nánar greinir hér að neðan:
- Stjórn félagsins er heimilt að auka hlutafé, í einu lagi, um allt að kr. 50.981.049, að nafnverði, í tengslum við kaup Hampiðjunnar á Holding Cage I AS, sem er eigandi 100% hlutafjár í Mørenot AS og öðrum dótturfélögum innan Mørenot samstæðunnar. Áskriftargengi hinna nýju hluta verður 112 fyrir hvern nafnverðshlut í samræmi við ákvæði í kaupsamningi um kaup Hampiðjunnar á Holding Cage I AS þar sem gert er ráð fyrir að greitt verði fyrir hina nýju hluti með skuldajöfnuði.
- Stjórn félagsins er heimilt að óska eftir töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ á Íslandi, en hlutabréf félagsins eru nú til viðskipta á First North markaði NASDAQ, og auka hlutafé félagsins samhliða, í einu lagi eða áföngum, um allt að kr. 94.018.951 að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta, í því skyni að greiða niður skuldir Mørenot og fjármagna fjárfestingar félagsins þannig að samlegðaráhrif vegna kaupanna séu nýtt. Stjórn félagsins ákveður útboðsgengi hlutanna og sölureglur hverju sinni. Skal áskrift í einu og öllu fara fram samkvæmt ákvæðum samþykkta félagsins og V. kafla laga um hlutafélög.
Hluthafar falla frá forgangsrétti til áskriftar á hinu nýja hlutafé.
Engar hömlur skulu vera á viðskiptum með hina nýju hluti. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi, þó skulu hinir nýju hlutir sem tilkomnir eru vegna greiðslu fyrir hlutaféð í Holding Cage I AS njóta arðsréttinda og forgangsréttar til áskriftar að nýjum hlutum í félaginu, til jafns við hluthafa, frá þeim degi sem kaupsamningur sá sem vísað er til í a-lið 1. mgr. hér að framan er orðinn skuldbindandi. Heimildir þessar skal stjórnin nýta innan 18 mánaða frá samþykkt hennar.
Stjórn félagsins er heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins í tengslum við nýtingu heimildarinnar.”
Fleira gerðist ekki.