Söndag 20 April | 15:23:16 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2021-08-26 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-03-26 - Årsstämma
2021-03-11 - Bokslutskommuniké 2020
2020-06-02 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 1.15 ISK
2019-04-08 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 1.00 ISK
2018-04-20 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.75 ISK
2017-04-03 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 1.00 ISK
2016-03-21 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.84 ISK
2015-03-30 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.67 ISK
2014-03-31 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.54 ISK
2013-07-01 - X-dag ordinarie utdelning HAMP 0.29 ISK

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorIndustri
IndustriIndustriprodukter
Hampiðjan är en tillverkare av specialiserade och högkvalitativa rep. Idag erbjuder bolaget produkter och tillhörande tjänster för olika sektorer, från industri, offshore till fiskeindustrin. Produktportföljen inkluderar exempelvis fiskeredskap, rep och nät, remmar samt linor anpassade för tuffa miljöer ute till sjöss. Verksamhet innehas på global nivå, med störst närvaro på den nordiska – och europeiska marknaden.
2025-04-17 18:51:26

Þann 7. febrúar í ár var tilkynnt um kaup Hampiðjunnar á 75,1% hlut í inverska félaginu Kohinoor. Áreiðanleikakönnunum, rekstrar-, skatta- og lagalegum ásamt úttekt á umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum er að fullu lokið og allir fyrirvarar vegna kaupanna eru uppfylltir og því ekkert til fyrirstöðu til að ganga frá uppgjöri vegna kaupanna. Uppgjörið var á svipuðum nótum og lagt var upp með og varð greiðslan 21,7 m€ og hefur greiðslan verið móttekin af banka seljenda. Forsendur fyrir uppgjöri verða síðan staðfestar og kaupverðið aðlagað að niðurstöðu þeirrar skoðunar en ekki er búist við að kaupverðið breytist mikið.

Rekstrarár félaga á Indlandi er að jafnaði tímabilið 1. apríl til 31. mars. Í samningunum var EBITDA sem nemur 3,7 m€ lögð til grundvallar kaupverðinu.

Í samningunum um kaupin eru tvö rekstrarafkomuviðmið sem skila seljendum aukagreiðslum ef þau nást. Ef EBITDA sem nemur 4,45 m€ næst á rekstrarárinu 2024-25, sem lauk 31. mars, þá kemur til viðbótargreiðsla sem nemur 2,07 m€ . Á þessari stundu er óljóst hvort markmiðinu hafi verið náð og það kemur ekki í ljós fyrr en við endurskoðun uppgjörsins. Þó má segja að niðurstaðan virðist vera nálægt markmiðinu.

Samsvarandi markmið fyrir rekstrarárið 2025-26, sem lýkur 31. mars á næsta ári, er 5,52 m€ og viðbótargreiðslan er einnig 2,07 m€.    

Ef markmiðinu fyrir síðasta rekstrarár er ekki náð en samanlögð EBITDA beggja rekstrarára hærri en markmiðin tvö samanlögð þá er viðbótargreiðslan greidd fyrir bæði árin.

Endanlegt kaupverð getur því orðið 25,8 m€ að því gefnu að EBITDA hafi náð þá 5,52 m€. Sú niðurstaða gefur EBITDA margfeldisstuðulinn 6,2x.

Til upprifjunar má nefna Kohinoor er einn stærsti framleiðandi neta og kaðla á Indlandi með ársframleiðslu á um 14.300 tonnum af köðlum og netum. Starfsmenn fyrirtækisins eru rúmlega 700 og starfsstöðvarnar eru þrjár, tvær neta- og kaðlaverksmiðjur í Selu og netaverkstæði í Jalna. Félagið er einnig með skrifstofu í Aurangabad. Starfsemi Kohinoor er í héraðinu Maharashtra og starfsstöðvarnar eru um 375 km austur af Mumbai. Samgöngur eru góðar því verið er að opna nýjar hraðbrautir til Mumbai frá Selu og Jalna.   

Til að gefa frekari tilfinningu fyrir stærð fyrirtækisins þá má nefna að flatarmál núverandi verksmiðjubygginga er tæplega 60.000 m2. Samanborið við starfsemi Hampiðjunnar í Litháen þá eru starfsmenn þar einnig um 700 og flatarmál bygginga um 45.500 m2. Í heild verða starfsmenn samstæðu Hampiðjunnar um 2.700 eftir kaupin á meirihlutaeignarhlut í Kohinoor.

Þessa dagana er unnið að kaupum á landi á Indlandi til frekari uppbyggingar og stefnt er að byrja byggingaframkvæmdir í vor og ljúka fyrsta áfanga um áramótin. Stjórnvöld hafa gefið vilyrði fyrir 12 hektara landi í iðnaðarhverfinu Auric sem er um 20 km austur af Aurangabad en í þeirri borg búa um 1,7 milljón manns.   Á því landi verður hægt að byggja 60-70.000 m² að grunnfleti og þar eru allir innviðir til staðar; rafmagn, vatn, nettenging, frárennsliskerfi og malbikaðir vegir með tvöföldum akreinum í báðar áttir. Um 4 km norðar er tenging inn á hraðbrautina til Mumbai en akstur þangað mun taka um 3,5 tíma þegar brautin verður að fullu opnuð á næsta ári.

Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin í flutningi véla og framleiðslu frá Litháen og er fyrsta kaðlavélin þegar í flutningi og önnur bíður flutnings. Nú er háannatími í framleiðslu fiskeldiskvía og efni í þær og þegar háannatímanum lýkur seint í sumar þá verður byrjað á að flytja 4 vefstóla sem framleiða hnútalaust net frá Noregi til Kohinoor. Samhliða þvi verða sérhæfðar saumavélar og annar búnaður fluttur frá Póllandi og Litháen til Indlands.

Af öðrum hagræðingaraðgerðum má nefna að fléttivélar og framleiðsla á ofurtógi í verksmiðju Mørenot í Hildre í Noregi hefur verið flutt til ofurtógadeildar Hampidjan Baltic og unnið er að uppseningu framleiðslutækjanna þar. Hagræðingin felst í lægri vinnulaunum og að nýta betur vélakostinn sem hefur verið í Noregi en þær vélar hafa ekki verið nýttar að fullu.

Í Danmörku hjá félaginu Mørenot Denmark hefur starfsfólki verið fækkað úr tólf í fimm og í lok árs fækkar enn frekar og eftir tveir verða starfandi sölustjórar sem sinna sölu á alþjóðamörkuðum. Starfsemin sem hefur verið í Danmörku á vegum Mørenot verður framvegis í Noregi en þar er til staðar aðstaða og starfsmenn sem geta sinnt því sem áður var gert í Danmörku og einungis þarf að bæta við starfsmönnum á lager í Søvik norður af Álasundi.

Framundan eru því spennandi tímar þar sem fer saman uppbygging á Indlandi og tilflutningur framleiðslu fiskeldiskvía frá að hluta frá Noregi, Póllandi og Litháen yfir til Indlands samhliða því að dregið verður úr framleiðslu fiskeldiskvía í þeim löndum en þessum breytingum fylgir mikil hagræðing vegna hagstæðara starfsumhverfis á Indlandi.

Nánari upplýsingar gefur Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664 3361