Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Industri |
Industri | Industriprodukter |
Hampiðjan hf. hefur gert samning við Arion banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem eru til viðskipta á First North Iceland markaði Kauphallar Íslands NASDAQ OMX Iceland. Tilgangur samningsins er að seljanleiki hlutabréfa Hampiðjunnar aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með sem skilvirkustum og gagnsæjustum hætti.
Samningurinn kveður á um að Arion banki skuli dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Hampiðjunnar í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Hvert kaup- og sölutilboð skal vera að lágmarki 5.000.000 kr. að markaðsvirði í útgefanda, á gengi sem Arion banki ákveður. Slík tilboð skulu þó ekki vera með meira en 3% fráviki frá síðasta viðskiptaverði. Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnnar eins og hún er hverju sinni þannig að verðbil verði verði sem næst 2,5% en þó ekki lægra en 2,45%. Þó skal Arion banka vera heimilit að setja fram kaup- og sölutilboð með lægra verðbili, s.s. vegna aðstæðna sem skapast vegna verðskrefatöflu Kauphallarinnar.
Eigi Arion banki innan viðskiptadags viðskipti með hluti Hampiðjunnar, sem fram fara í veltubók Arion banka, sem nema samtals 25.000.000 kr. að markaðsvirði, falla niður framangreindar skyldur Arion banka um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting á hlutabréfum Hampiðjunnar innan viðskiptadags verður umfram 5% er Arion banka heimilt að auka hámarksverðbil í allt að 5,0%.
Efni samningsins tekur að öðru leiti mið af framseldri reglugerð Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2017/578 (EU) frá 13. júní 2016 um tæknilega eftirlitsstaðla varðandi kröfur til viðskiptavaktarsamninga og viðskiptarvaktarkerfi, sbr. ákvæði 12. gr. 48. gr. tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2014/65 (EU) um markaði fyrir fjármálagerninga sem hafa lagagildi á Íslandi skv. ákvæðum laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga.
Samningurinn er ótímabundinn og gildir frá og með 19. janúar 2022. Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að segja samningnum upp með 14 daga fyrirkomulagi eða eftir samkomulagi hverju sinni.
Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson forstjóri í síma 664 3361.