Kurs & Likviditet
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Industri |
Industri | Industriprodukter |
Drög að uppgjöri ársins 2021 liggja nú fyrir og samkvæmt þeim mun sala samstæðu Hampiðjunnar á tímabilinu aukast um 6,7% á milli ára og nema um það bil 172,7 m. evra samanborið við 161,8 m. evra árið áður.
EBITDA félagsins eykst á milli ára um 9,0% og nemur rétt tæpum 30 m. evra samanborið við 27,5 m. evra árið áður. EBITDA sem hlutfall af tekjum nemur 17,4% á árinu samanborið við 17,0% árið áður.
Hagnaður félagsins eykst einnig á milli ára og nemur um það bil 16,9 m. evra samanborið við 15,1 m. evra á árinu 2020 sem er hækkun um 11,5% milli ára. Hagnaður sem hlutfall af tekjum nemur 9,8% á árinu samanborið við 9,3% á árinu 2020.
Uppgjörið fyrir árið er enn í vinnslu og gætu framangreindar upplýsingar því tekið breytingum þar til uppgjörið verður birt þann 10. mars nk.
Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Erlendsson, forstjóri, í síma 664-3361