Bifogade filer
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Aðalfundur Heima hf. („Heimar“ eða „félagið“) verður haldinn þriðjudaginn 11. mars 2025 í Grósku, í salnum Eiriksdottir, Bjargargötu 1, 102 Reykjavík, kl. 16:00.
Framboðsfrestur til stjórnar og tilnefningarnefnd Heima rann út þann 4. mars sl.
Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn og tilnefningarnefnd félagsins.
Í framboði til aðalstjórnar eru:
Bendikt Olgeirsson
Bryndís Hrafnkelsdóttir
Guðrún Tinna Ólafsdóttir
Heiðrún Emilía Jónsdóttir
Tómas Kristjánsson
Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm einstaklingum kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn. Önnur framboð til stjórnar voru dregin til baka og verður því stjórn félagsins sjálfkjörin á aðalfundinum.
Í framboði til tilnefningarnefndar er:
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
Á dagskrá aðalfundar er kjör eins nefndarmanns í tilnefningarnefnd félagsins til tveggja ára. Þar sem engin önnur framboð í tilnefningarnefnd bárust innan framboðsfrests verður nefndarmaður tilnefningarnefndar sjálfkjörinn á aðalfundinum.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar og tilnefningarnefndar má finna í meðfylgjandi viðhengjum auk skýrslu tilnefningarnefndar.
Önnur fundargögn tengd aðalfundi, umboðsform o.fl. má nálgast á vef félagsins https://www.heimar.is/fjarfestar/adrar-upplysingar/hluthafafundir/.
Kópavogur, 5. mars 2025.
Stjórn Heima hf.