Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hafa í dag undirritað samning um kaup á öllu hlutafé Grósku ehf. („Gróska“) og Gróðurhússins ehf. („Gróðurhúsið“) („viðskiptin“).
Gróska á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík, samfélag nýsköpunar og eina stærstu og metnaðarfyllstu skrifstofubyggingu landsins. Fasteignin er um 18.600 m2 að stærð ásamt 6.200 m2 bílakjallara með 205 stæðum, eða samtals um 24.800 m2. Gróðurhúsið rekur sprotasetur og vinnurými í fasteigninni.
Meðal leigutaka í Grósku eru leikjaframleiðandinn CCP, bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið NetApp, Vísindagarðar Háskóla Íslands, World Class, Íslandsstofa og fjölmörg önnur fyrirtæki sem eru í fararbroddi íslenskrar nýsköpunar. Samsetning leigutaka stuðlar að fjölbreyttu mannlífi í húsinu sem rímar vel við einkennisorð Heima um að „lifa, leika, starfa“.
Staðsetning Grósku í nálægð við vísindasamfélagið í Vatnsmýri er einstök og var ein helsta ástæða þess að Heimar höfðu áhuga á að eignast fasteignina. Félagið leggur áherslu á að byggja upp kjarna á nýjum svæðum sem eru líkleg til að leika lykilhlutverk í borgarþróun á komandi árum og áratugum.
Vísað er til tilkynningar Heima til kauphallar, dags. 6. febrúar 2025, þess efnis að gengið hafi verið frá samkomulagi um meginskilmála viðskiptanna en kaupsamningurinn byggir á umræddu samkomulagi. Kaupverðið greiðist eins og áður hefur verið tilkynnt um með útgáfu og afhendingu 258 milljón nýrra hluta í Heimum og var stjórn veitt heimild til að gefa hlutina út á aðalfundi félagsins þann 11. mars sl.
Kaupsamningurinn er háður hefðbundnum skilyrðum, meðal annars um samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Uppbyggingaraðilar og eigendur Grósku verða eftir kaupin stærstu hluthafar Heima.
Frekari grein verður gerð fyrir viðskiptunum á síðari stigum eftir því sem tilefni er til og samræmi við lögbundna upplýsingagjöf félagsins.
LEX er ráðgjafi Heima í viðskiptunum og LOGOS ráðgjafi hluthafa Grósku og Gróðurhússins.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, s. 821 0001