23:50:37 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2023-11-07 Split KALD 10:1
2021-03-31 Årsstämma 2021
2021-03-19 Bokslutskommuniké 2020

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorFastigheter
IndustriFörvaltning
Kaldalón är ett isländskt fastighetsbolag. Bolagets specialistkompetens återfinns inom fastighetsutveckling, med störst fokus mot förvärv och investeringar i bostadsfastigheter. Störst verksamhet återfinns inom den europeiska marknaden, med privata kunder som dominerande kundbas. En del av projekten utvecklas med bolagets samarbetspartners. Huvudkontoret är beläget i Reykjavik.
2022-12-09 19:03:01

Kaldalón hefur skrifað undir kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Faðmlags ehf., en helsta eign Faðmlags eru fasteignir við Hringhellu 9 og 9A í Hafnarfirði. Þá hefur dótturfélag Kaldalóns skrifað undir kaupsamning um kaup á fasteigninni að Víkurhvarfi 7. Kaldalón hefur jafnframt gert samkomulag um kaup á öllu hlutafé Vesturhrauns ehf., en helsta eign þess félags er fasteign við Vesturhraun 5 í Garðabæ auk byggingarréttar. Samkomulagið er háð fyrirvörum, m.a. ástands- og áreiðanleikakönnun.

Ofangreindar eignir eru allar í langtímaleigu. Leigutekjur þeirra nema 332 m.kr. á ári. Áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns aukist um 252 m.kr. á ársgrundvelli eftir viðskiptin.

Heildarvirði fasteigna í ofangreindum viðskiptum er 3.765.000.000. Byggingarréttur við Vesturhraun 5 er metinn á 60.000.000 en helmingur þess greiðist við nýtingu byggingarréttar, þó eigi síðar en 31. desember 2024. Kaupverð greiðist að fullu með reiðufé. Afhending á öllu hlutafé í Faðmlagi ehf. og fasteign við Víkurhvarf 7 hefur farið fram. Áætlað er að frágangi viðskipta vegna kaupa á öllu hlutafé í Vesturhrauni ehf. ljúki á næstu vikum.