Lördag 12 April | 08:52:04 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2023-11-07 - Split KALD 10:1
2021-03-31 - Årsstämma
2021-03-19 - Bokslutskommuniké 2020

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorFastigheter
IndustriFörvaltning
Kaldalón är ett isländskt fastighetsbolag. Bolagets specialistkompetens återfinns inom fastighetsutveckling, med störst fokus mot förvärv och investeringar i bostadsfastigheter. Störst verksamhet återfinns inom den europeiska marknaden, med privata kunder som dominerande kundbas. En del av projekten utvecklas med bolagets samarbetspartners. Huvudkontoret är beläget i Reykjavik.
2025-02-12 10:08:41

Kaldalón hf. hefur lokið stækkun á skuldabréfaflokknum KALD 041139 GB með sölu á grænum skuldabréfum fyrir 1.800 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 3,90%. Heildarstærð flokksins í kjölfar stækkunar verður því að nafnverði 5.800 m.kr. 

Skuldabréfaflokkurinn er grænn og verðtryggður, með 30 ára endurgreiðsluferli á föstum 3,75% ársvöxtum og jöfnum greiðslum á 6 mánaða fresti. Skuldabréfin eru gefin út í 20.000.000 kr. nafnverðseiningum. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi og er gefinn út undir 30.000 m.kr. útgáfuramma félagsins. 

Greiðslu og uppgjörsdagur er fyrirhugaður föstudaginn, 21. febrúar 2024. Afrakstri skuldabréfaútboðsins verður varið til endurfjármögnun skulda félagsins. 

Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsinguna hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsing útgáfuramma, endanlegir skilmálar og önnur skjöl er varða útgáfu skuldabréfaflokksins og töku skuldabréfanna til viðskipta í Kauphöll verða birt á vefsíðu félagsins; kaldalon.is/fjarfestar.

Nánari upplýsingar veita:

Sigurbjörg Ólafsdóttir, fjármálastjóri Kaldalóns hf. í síma 856 7155 eða sigurbjorg.olafsdottir@kaldalon.is