Lördag 18 Oktober | 10:57:21 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2024-03-21 - Årsstämma
2024-02-27 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-25 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-24 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-02 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2025-10-13 10:57:11

Nova Klúbburinn hf. („Nova“) hefur endurnýjað samning við Landsbankann um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Nova.

Tilgangur samninga um viðskiptavaktir er að efla viðskipti með hlutabréf félags á Nasdaq Iceland með það að markmiði að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsvirði skapist og verðmyndun verði gagnsæ og skilvirk. 

Samningur Nova við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 8 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði daglega. Hámarksmagn á hverjum degi skal nema 16 milljónum króna að nettó markaðsvirði, sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum sem gengið er að. Magnbundið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Nova. Ef 10 daga flökt er undir 30% er magnvegið verðbil 2,0% en annars 4,0%. Þá er markmið aðila, en ekki skylda, að kaup- og sölutilboðum sé þrepaskipt þannig að hluti tilboðsbókar sé á þrengra verðbili en magnvegið verðbil gefur til kynna og hluti á víðara verðbili þannig að ofangreindu magnvegnu verðbili sé náð.

Samningurinn tekur gildi í dag, 13. október 2025, og er ótímabundinn. Samningsaðilum er heimilt að segja samningnum upp með 14 daga fyrirvara.

Frekari upplýsingar veitir Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri, fjarfestar@nova.is