08:09:15 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2024-03-21 Årsstämma 2024
2024-02-27 Bokslutskommuniké 2023
2023-10-25 Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-24 Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-02 Kvartalsrapport 2023-Q1
2024-05-06 17:39:12

Áframhaldandi fjölgun viðskiptavina í harðri samkeppni

Helstu niðurstöður á fyrsta ársfjórðungi:

  • Heildartekjur voru 3.197 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2024 samanborið við 3.195 m.kr. á fyrra ári. Á samanburðarári tekjufærði félagið einskiptislið að fjárhæð 37 m.kr. vegna sölu eigna, leiðrétt fyrir því er 1,3% tekjuvöxtur á milli ára.
  • Þjónustutekjur námu samtals 2.484 m.kr. og vaxa um 4,5% á milli ára.
  • EBITDA nam 903 m.kr. samanborið við 949 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári, EBITDA hlutfallið var 28,2% á fjórðungnum samanborið við 29,7% á fyrra ári.
  • Hagnaður fyrsta ársfjórðungs var 132 m.kr. og lækkar um 28 m.kr. Að teknu tilliti til einskiptisliðar á fyrra ári eykst hagnaður um 3 m.kr. á milli ára.
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum er 582 m.kr. samanborið við 169 m.kr. á sama tímabili á fyrra ári.
  • Hrein fjármagnsgjöld á fjórðungnum nema 197 m.kr. og lækka um 17,9% frá fyrra ári.
  • Eiginfjárhlutfall var 39,7% í lok fjórðungsins og eigið fé nam samtals 9.364 m.kr.
  • Viðskiptavinum fjölgar milli ára, bæði í Flakk- og Fastneti.

 

Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova:

”Árið 2024 byrjar af miklum krafti en einnig með áskorunum. Með gleðina og metnaðinn að vopni hefur Nova liðið tekist á við þessar áskoranir sem samhent lið. Það hefur skilað því að fjölgað hefur í viðskiptavinahópi Nova þrátt fyrir harða samkeppni og krefjandi stöðu í íslensku efnahagslífi. Mikil krafa er í samfélaginu um að ná stöðugleika, hlúa að innviðum og halda áfram uppbygginu þeirra, á sama tíma og kostnaðarhækkanir hafa verið áskorun og þrýst á þörf fyrir verðhækkanir. Þjónustutekjur hafa vaxið en vörusala heldur áfram að dragast saman þar sem viðskiptavinir eiga símtækin sín lengur en áður, en það hefur þó lítil áhrif á rekstrarniðurstöðu. Framlegð af vörusölu er almennt lág ef miðað er við þjónustutekjur. Aftur á móti hafa þjónustutekjur hækkað milli ára sem vegur upp lækkun á tekjum af vörusölu. Stækkun þjónustusvæðis á síðasta ári með nýjum samstarfsaðilum hefur fengið góðar viðtökur sem og sérlausnir til stórnotenda á fyrirtækjamarkaði. Samkeppnin er mikil og öflug og það gerir leikinn skemtilegan. En stefna okkar er að öll sem eru í viðskiptum hjá Nova fái bestu kjörin og það á við bæði um nýja viðskiptavini sem og þá sem hafa verið með okkur lengi.  Skýr stefna félagsins um að halda besta netinu, bestu þjónustunni, og ávallt færa viðskiptavinum mesta virðið hefur skilað sterkri stöðu og miklum tækifærum fyrir frekari vöxt. Þetta hefur skilað sér í að okkar viðskiptavinir eru þeir ánægðustu ár eftir ár. Markmið okkar er að halda áfram að auka ánægju viðskiptavina okkar en hún og tryggð okkar frábæra viðskiptavinahóps eru alltaf okkar verðmætasta eign.”