Lördag 10 Maj | 18:29:41 Europe / Stockholm

Beskrivning

LandSchweiz
ListaMid Cap Iceland
SektorHälsovård
IndustriBioteknik
Oculis Holding är specialiserade inom bioteknik. Bolaget bedriver forskning och utveckling inom topikala behandlingar för ögonsjukdomar. Exempel på specialistområden inkluderar diabetiskt makulaödem, bahandlingar för torra ögon och akut optisk neurit. Störst verksamhet återfinns inom Europa, där forskning bedrivs i egen regi men även via samarbetspartners. Bolaget har sitt huvudkontor i Zug, Schweiz.
2025-05-09 22:05:00

ZUG, Sviss, May 09, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS / ICX: OCS.IC) („Oculis“), birti í dag boð á aðalfundinn 2025 sem haldinn verður 4. júní 2025 í Ochsen-Zug, Kolinplatz 11, CH-6300 Zug, Sviss, klukkan 13:00 að íslenskum tíma / 15:00 CEST / 09:00 EDT.

Aðalfundurinn 2025 verður staðfundur og ekki er boðið upp á rafræna þátttöku. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi með því að nota eftirfarandi hlekk. Allar upplýsingar varðandi aðalfundinn 2025, þ.m.t. fundarefni, er hægt að nálgast á vefsvæði Oculis hér.

Í aðdraganda aðalfundarins 2025 heldur Oculis rafrænan upplýsingafund fyrir alla hluthafa mánudaginn 19. maí 2025 frá kl. 14:00 til 15:00 að íslenskum tíma / 16:00 til 17:00 CEST / 10:00 til 11:00 EDT, þar sem stjórnarmenn fara yfir tillögurnar sem lagðar verða fyrir aðalfundinn 2025 og svara spurningum hluthafa. Til að taka þátt skal nota eftirfarandi tengil. Vefútsending upplýsingafundarins verður aðgengileg eftir viðburðinn til endurspilunar á heimasíðu Oculis hér.

Um Oculis

Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki (Nasdaq: OCS / XICE: OCS) með áherslu á nýsköpun við meðferð á augn- og augntaugasjúkdómum í því skyni að mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum. Í klínískri þróun hjá Oculis eru ný augnlyf sem geta haft byltingarkennd áhrif. Þar á meðal eru: OCS-01, augndropar fyrir sjónudepilsbjúg af völdum sykursýki; Privosegtor (OCS-05), taugaverndandi þróunarlyf gegn bráðri sjóntaugabólgu sem kynni einnig að geta haft víðtæka notkunarmöguleika við öðrum augntaugasjúkdómum; og Licaminlimab (OCS-02), augndropar sem innihalda TNF-hamlara líftæknilyf, sem vinna gegn augnþurrki. Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Stjórnendur félagsins hafa mikla reynslu á sviði lyfjaiðnaðar og hafa náð miklum árangri hver á sínu sviði. Þá standa leiðandi alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir á sviði heilbrigðisvísinda að baki félaginu.

Frekari upplýsingar er að finna á www.oculis.com

Tengiliðir hjá Oculis

Sylvia Cheung, fjármálastjóri
sylvia.cheung@oculis.com 

Fjárfestatengsl

LifeSci Advisors
Corey Davis, Ph.D.
cdavis@lifesciadvisors.com

Fjölmiðlatengsl 

ICR Healthcare
Amber Fennell / David Daley / Sean Leous
oculis@icrhealthcare.com