Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Á aðalfundi Reita þann 6. mars 2024 var stjórn félagsins veitt heimild til þess að kaupa allt að 10% af eigin bréfum fyrir félagsins hönd í því skyni að koma á viðskiptavakt og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun.
Stjórn Reita hefur á grundvelli framangreindrar heimildar tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Reita er 711.550.000 hlutir og eru engir hlutir í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunarinnar. Lækkun hlutafjár eftir samþykkt síðasta aðalfundar er nú í formlegu ferli hjá Fyrirtækjaskrá.
Áætlað er að kaupa allt að 5.550.000 hluti sem jafngildir 0,78% af útgefnu hlutafé eftir skráningu áðurnefndrar lækkunar þess, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði aldrei meiri en samtals 500 milljónir kr. Framkvæmd áætlunarinnar hefst miðvikudaginn 20. mars næstkomandi og mun áætlunin vera í gildi þar til öðru hvoru framangreindra viðmiða um magn eða fjárhæð er náð, en þó aldrei lengur en til 31. janúar 2025.
Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 473.720 hlutir sem er 25% af meðalveltu febrúarmánaðar.
Arion banki hf. mun framkvæma endurkaupaáætlunina fyrir hönd félagsins. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram.
Upplýsingar veitir Einar Þorsteinsson, fjármálastjóri, í síma 669 4416 eða með tölvupósti á einar@reitir.is.