Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Fastigheter |
Industri | Förvaltning |
Stjórn Reita fasteignafélags hf. ákvað á fundi sínum í dag að veita stjórnendum og lykilstarfsmönnun félagsins kauprétti allt að 6.550.000 hlutum í félaginu, sem svarar til 0,93% af heildarhlutafé félagsins eins og það var þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Gengið hefur verið frá samningum þess efnis.
Kaupréttur samkvæmt áætluninni nær til stjórnenda og annarra lykilstarfsmanna Reita og er markmið áætlunarinnar að samtvinna fárhagslega hagsmuni stjórnenda og lykilstarfsmanna langtímahagsmunum eigenda félagsins. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttaráætlun, sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 16. október 2024.
Meginefni kaupréttarsamninganna er eftirfarandi:
Nýtingarverð kaupréttanna er 93,90 kr. fyrir hvern hlut, þ.e. vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins tuttugu (20) viðskiptadaga fyrir gerð kaupréttarsamninganna, auk 5,5% vaxta frá gerð kaupréttarsamnings og fram að nýtingardegi.
Ávinnsludagur er þremur (3) árum frá úthlutun.
Nýtingartímabil er á fyrstu tíu (10) bankadögum í kjölfar birtingar árs- eða árshlutauppgjörs félagsins á tólf mánaða tímabili eftir að fullum þremur árum er náð frá gerð kaupréttarsamninganna.
Kaupréttarhöfum ber að halda eftir hlutum sem nema fjárhæð hreins hagnaðar af nýttum kaupréttum, þegar skattur hefur verið dreginn frá, þar til eftirfarandi fjárhæðarviðmiðunum er náð, mælt í virði hlutafjáreignar í félaginu sem margfeldi af grunnárslaunum: sex (6) sinnum mánaðarlaun.
Almennt séð falla kaupréttir niður ef ráðningarsambandi kaupréttarhafa við félagið er slitið fyrir lok ávinnslutíma.
Félaginu er óheimilt að veita lán eða ábyrgðir af nokkru tagi í tengslum við kaupréttarkerfið.
Í kjölfar úthlutunar kauprétta nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Reitir fasteignafélag hf. hefur veitt stjórnendum og lykilstarfsmönnum sínum samtals 6.550.000 hlutum eða um 0,93% hlutafjár í félaginu.
Nánari upplýsingar um kauprétti sem veittir voru forstjóra og fjármálastjóra má finna í viðhengi.