Kurs & Likviditet
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Telekom & Media |
Industri | Telekommunikation och -tjänster |
Þann 18. janúar sl. var tilkynnt um að Síminn hf. hefði undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í BBI ehf., Dengsa ehf. og Billboard ehf. (fyrirtækin). Þann 15. mars sl. tilkynnti Samkeppniseftirlitið Símanum hf. að stofnunin hefði lokið rannsókn á kaupunum og teldi ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar í málinu.
Síminn fékk í dag hlutafé fyrirtækjanna afhent á efndadegi viðskiptanna og hefur greitt stærstan hluta kaupverðsins, en lokauppgjör fer fram eigi síðar en 6 mánuðum frá efndadegi þegar endanleg leiðrétting kaupverðs að teknu tilliti til stöðu nettó vaxtaberandi skulda og veltufjármuna m.v. efndadag hefur farið fram. Í dag greiddi Síminn 3.714 m.kr. í peningum og afhenti 101.153.146 hluti í Símanum.
Síminn mun birta uppfærða afkomuspá og gera nánari grein fyrir kaupunum og áhrifum þeirra á efnahagsreikning samstæðunnar samhliða birtingu uppgjörs fyrir 1F 2024 þann 23. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Orri Hauksson, forstjóri Símans hf. (orri@siminn.is)