Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Telekom & Media |
Industri | Telekommunikation och -tjänster |
Í 42. viku 2024 keypti Síminn hf. 3.000.000 eigin hluti að kaupverði 31.100.000 kr. skv. sundurliðun hér á eftir:
Dagsetning | Tími | Keyptir hlutir | Viðskiptaverð | Kaupverð (kr.) | Eigin hlutir eftir viðskipti |
14.10.2024 | 13:57 | 1.000.000 | 10,30 | 10.300.000 | 124.778.744 |
17.10.2024 | 14:59 | 1.000.000 | 10,40 | 10.400.000 | 125.778.744 |
18.10.2024 | 10:25 | 1.000.000 | 10,40 | 10.400.000 | 126.778.744 |
3.000.000 | 31.100.000 | 126.778.744 |
Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Símans sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 28. ágúst 2024. Endurkaup núna samkvæmt áætluninni munu að hámarki nema 500 milljónum króna. Endurkaupaáætlunin er í gildi í 18 mánuði frá síðasta aðalfundi, en þó aldrei lengur en fram að aðalfundi félagsins árið 2025, eða skemur ef skilyrði um hámarkskaup eru uppfyllt fyrir þann tíma.
Síminn átti 123.778.744 eigin hluti fyrir viðskiptin en á að þeim loknum 126.778.744 eða sem nemur 4,78% af útgefnum hlutum í félaginu.
Síminn hefur keypt samtals 22.000.000 eigin hluti samkvæmt áætluninni eða sem nemur 0,83% af útgefnum hlutum í félaginu og nemur heildarkaupverð þeirra 225.725.000 kr.
Framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar verður í samræmi við lög um hlutafélög nr. 2/1995, 5. gr. reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 um markaðssvik, sem hefur lagagildi hér á landi sbr. lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052/EB sem hefur að geyma tæknilega skilmála varðandi endurkaupaáætlanir.
Nánari upplýsingar veitir Davíð Scheving fjárfestatengill Símans í netfangi fjarfestatengsl@siminn.is.