Bifogade filer
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Försäkring |
Gerðir hafa verið kaupréttarsamningar og samningar um afhendingu kaupauka í formi hlutabréfa í Skaga við tiltekna stjórnendur þar sem hluta kaupauka vegna árangurs ársins 2024 er ráðstafað. Kaupaukinn byggir á kaupaukakerfi stjórnenda sem sett var á grundvelli starfskjarastefnu Skaga hf. sem samþykkt var á aðalfundi þann 21. mars 2024. Reglur kerfisins gera nánar tiltekið ráð fyrir að 50% af kaupauka sé greiddur í formi hlutabréfatengdra réttinda og þar af skuli greiðslu 40 % af kaupauka ársins frestað til þriggja ára. Starfsmenn hafa í því samhengi val um hvort kaupauki sé greiddur í formi kaupréttar eða í formi hlutabréfa í Skaga. Kaupréttarsamningar eru með nýtingarheimild eftir þrjú ár og samningar um afhendingu á tilteknum fjölda hlutabréfa í Skaga gera ráð fyrir afhendingu bréfanna að þremur árum liðnum en 10% af heildar kaupauka er afhentur án frestunar.
Fyrir kaupréttina og hlutabréfin greiða þeir starfsmenn sem hér er tilkynnt um alls 33.456.718 kr. með kaupaukum. Skilmálar kaupréttarsamninga og samninga um afhendingu hlutabréfa eru í samræmi við starfskjarastefnu og kaupaukakerfi félagsins.
Meginefni kaupréttarsamninganna er sem hér segir:
- Grunngengi í kaupréttarsamningunum og samningum um afhendingu hlutabréfa er 20,84 kr. á hlut sem jafngildir vegnu meðalgengi í viðskiptum með hluti í félaginu á Nasdaq Iceland síðustu tíu viðskiptadaga fyrir undirritun kaupréttarsamninga. Við grunnverð bætast áhættulausir vextir frá dagsetningu kaupréttarsamnings fram til nýtingardags, sem nú eru 7,47%. Skal kaupverðið m.a. leiðrétt fyrir arðgreiðslum sem kunna að vera ákveðnar á ávinnslutíma kaupréttanna.
- Virði kaupréttanna var ákvarðað með Black-Scholes útreikningi og rúmast verðmætin innan þeirra laga og reglna sem gilda um slíka kaupauka.
Meginefni samninga um afhendingu hlutabréfa er sem hér segir:
- Fjöldi hluta ákvarðast með að deila fjárhæð úthlutaðs kaupaauka með gengi hlutabréfa í Skaga.
- Gengið í samningum um afhendingu hlutabréfa er 20,84 kr. á hlut sem jafngildir meðalgengi í viðskiptum með hluti í félaginu á Nasdaq Iceland í 10 daga fyrir undirritun samnings um greiðslu kaupauka í formi hlutabréfa.
Upplýsingar um viðskipti stjórnenda með framangreinda kauprétti og afhendingu hlutabréfa eru í viðhengi: