2025-02-19 17:51:45
Skagi mun birta ársuppgjör sitt eftir lokun markaða þann 26. febrúar næstkomandi. Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta vegna uppgjörsins verður haldinn samdægurs 26. febrúar, klukkan 16:30 í húsnæði félagsins, Ármúla 3. Haraldur I. Þórðarson, forstjóri félagsins, mun kynna uppgjörið.
Hægt verður að fylgjast með fundinum á vefslóðinni: https://skagi.is/fjarfestafundir/arsuppgjor-2024. Kynningarefni fundarins verður hægt að nálgast á sömu slóð.