Tisdag 16 September | 08:47:42 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2025-03-27 - Årsstämma
2025-02-26 - Bokslutskommuniké 2024
2024-11-27 - Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-08-29 - Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-05-30 - Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-21 - Årsstämma
2024-02-22 - Bokslutskommuniké 2023
2023-10-19 - Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-17 - Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-05 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-16 - Årsstämma
2023-02-23 - Bokslutskommuniké 2022
2022-10-20 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-08-18 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-06 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 - Årsstämma
2022-02-24 - Bokslutskommuniké 2021
2021-10-21 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-08-19 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-04-30 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-19 - Årsstämma
2021-02-25 - Bokslutskommuniké 2020
2020-10-22 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-20 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-04-30 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-03-19 - Årsstämma
2020-02-27 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-23 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-21 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-02 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-21 - X-dag ordinarie utdelning SKAGI 1.07 ISK
2019-03-20 - Årsstämma
2019-02-27 - Bokslutskommuniké 2018
2018-08-22 - Kvartalsrapport 2018-Q2
2018-03-22 - Årsstämma
2018-02-28 - Bokslutskommuniké 2017
2016-03-17 - X-dag ordinarie utdelning SKAGI 2.17 ISK

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorFinans
IndustriFörsäkring
Skagi är ett försäkringsbolag. Bolaget erbjuder ett varierande utbud av försäkringslösningar inriktat mot person-, hem - och reseförsäkring. Utöver erbjuds försäkring för fordon samt olika lösningar för företag. Kunderna återfinns huvudsakligen bland företagskunder inom varierande branscher, inkluderat industri, jordbruk, hälsa och sjukvård, samt finans. Störst verksamhet återfinns på den isländska marknaden.
2025-07-17 17:35:58

        17. júlí 2025

Besti fjórðungur tryggingastarfsemi VÍS frá skráningu

  • Fjárfestingartekjur lita áfram afkomu

Afkoma 2F og H1 2025 hjá samstæðu Skaga hf.

Helstu lykiltölur 2F 2025

Samstæðan

  • Hagnaður eftir skatta nam 972 m.kr. (2F 2024: 137 m.kr.).
  • Hagnaður á hlut nam 0,51 kr. á tímabilinu.
  • Arðsemi eigin fjár var 18,4% á ársgrundvelli (2F 2024: 2,7%) og gjaldþol samstæðu var 1,28 í lok tímabilsins.
  • Eigið fé samstæðu nam 21.393 m.kr. við lok tímabilsins.

Tryggingastarfsemi

  • Áframhaldandi tekjuvöxtur í tryggingastarfsemi VÍS sem óx um 8,9% á milli ára.
  • Tekjuvöxtur í líf- og sjúkdómatryggingum var 12,1% milli ára. 
  • Samsett hlutfall var 80,9% (2F 2024: 90,4%).
  • Kostnaðarhlutfall var 18,4% (2F 2024: 19,7%).
  • Afkoma af vátryggingasamningum nam 1.499 m.kr. (2F 2024: 695 m. kr.), en þar af er 259 m.kr. jákvæð matsbreyting vegna aflagðrar erlendrar starfsemi.

Fjármálastarfsemi

  • Hreinar tekjur af fjármálastarfsemi námu 732 m.kr. (2F 2024: 333 m.kr.) sem er 120% vöxtur á milli ára.
  • Eignir í stýringu (e. AuM) stóðu í 232 ma.kr. við lok tímabilsins og nam vöxtur um 7 ma.kr. á milli fjórðunga.
  • Afkoma af fjármálastarfsemi var 6 m.kr. fyrir skatta.

Fjárfestingar

  • Fjárfestingartekjur námu 536 m.kr (2F 2024: 352 m.kr.), sem samsvarar 1,2% ávöxtun.
  • Ávöxtun af fjárfestingum var undir markmiði á tímabilinu.
  • Hreinar tekjur af fjárfestingum voru neikvæðar um 67 m.kr. (2F 2024: 23 m.kr.).

Helstu lykiltölur H1 2025

  • Tap samstæðu eftir skatta nam 380 m.kr. (H1 2024: +273 m.kr.).
  • Vöxtur tekna í tryggingastarfsemi 9,9% og afkoma af tryggingasamningum nam 1.449 m.kr. (H1 2024: 453 m.kr.) sem samsvarar 996 m.kr. afkomubata á milli ára.
  • Samsett hlutfall 90,6% (H1 2024: 96,8%)
  • Kostnaðarhlutfall í tryggingastarfsemi er 18,8% (H1 2024: 20,3%)
  • Hreinar tekjur af fjármálastarfsemi námu 1.512 m.kr. (H1 2024: 960 m.kr.) og uxu um 58% á milli ára
  • Fjárfestingartekjur námu 39 m.kr. (H1 2024: 1.298 m.kr.) og hreinar fjárfestingartekjur voru neikvæðar um 1.155 m.kr. (H1 2024: 519 m.kr.). Í samanburði á milli ára nema áhrifin af mismun á hreinum fjárfestingatekjum 1.674 m.kr. til lækkunar á afkomu samstæðunnar.

Haraldur Þórðarson, forstjóri:

„Góður gangur var í grunnrekstri samstæðu Skaga á öðrum ársfjórðungi ársins. Mestu munaði þar um sögulega góðan árangur tryggingastarfsemi VÍS sem skilaði sínum besta fjórðungi a.m.k. frá skráningu á hlutabréfamarkað árið 2013. Vöxtur tekna af fjármálastarfsemi var í takt við áætlanir á öðrum ársfjórðungi en afkoma var nokkuð lakari. Mikil áhersla er nú lögð á að auka arðsemi af fjármálastarfsemi samhliða tekjuvexti og aukinni stærðarhagkvæmni. Sviptingar á mörkuðum héldu áfram á öðrum ársfjórðungi, sérstaklega fyrri hluta hans, sem höfðu neikvæð áhrif á ávöxtun fjárfestingareigna og jafnframt talsverð áhrif á afkomu samstæðunnar á tímabilinu. Vaxandi kraftur er í krosssölu á milli félaga í samstæðunni sem mun styðja við áframhaldandi tekjuvöxt á komandi misserum. Hagnaður eftir skatta hjá samstæðunni nam 972 m.kr. á öðrum ársfjórðungi“.

Mikill gangur hjá VÍS

Vöxtur hjá VÍS var áfram kröftugur og jukust tekjur af vátryggingasamningum um tæplega 9% á öðrum ársfjórðungi og tæplega 10% á fyrri helmingi ársins. Samstarf við Íslandsbanka hófst formlega á fjórðungnum og hefur það farið virkilega vel af stað. Samhliða auknum vexti hefur afkoma félagsins af vátryggingasamningum aukist, en niðurstaða fjórðungsins og fyrri helmings ársins er sú besta í rúman áratug. Samsett hlutfall var 80,9% á öðrum ársfjórðungi og var 90,6% á fyrstu 6 mánuðum ársins. Rekstrarbati skýrist af áframhaldandi tekjuvexti í tryggingastarfsemi, hagfelldri tjónaþróun og hagræðingu í rekstri. Auk þess koma til jákvæðar matsbreytingar vegna hagstæðrar þróunar fyrri tímabila og vegna erlendrar starfsemi sem hefur verið aflögð. Eins og kom fram í tilkynningu til kauphallar þann 10. júlí sl. höfum við því uppfært horfur um samsett hlutfall ársins og er það nú 92% - 95% (áður 93% - 96%) með markmið <94%.

Ávöxtun fjárfestingareigna undir áætlunum

Fjárfestingartekjur á öðrum fjórðungi námu 536 milljónum eða því sem nemur 1,2% nafnávöxtun samanborið við 0,4% hækkun viðmiðs. Fjárfestingatekjur fyrstu 6 mánuði ársins nema samtals 39 m.kr eða sem nemur 0,1% ávöxtun. Ljóst er að erfiðir mánuðir á hlutabréfamarkaði höfðu talsverð áhrif á ávöxtun fjárfestingareigna og þar með afkomu samstæðunnar í heild á fyrri hluta ársins en vigt skráðra hlutabréfa í safninu hefur þó lækkað nokkuð síðan um áramót.

Heilbrigður tekjuvöxtur í fjármálastarfsemi

Tekjur í fjármálastarfsemi héldu áfram að vaxa samanborið við fyrra ár. Hreinar tekjur af fjármálastarfsemi námu 1.512 milljónum á fyrri árshelmingi samanborið við 960 milljónir árið áður og nemur vöxturinn því 552 milljónum á milli ára eða 58%. Við sáum aukinn kraft í vexti eigna í stýringu og höfum nú hafið krosssölu sjóða ÍV til viðskiptavina VÍS sem njóta nú góðs af breiðara vöruframboði samstæðufélaga. Tekjur af eigna- og sjóðastýringu skila um þriðjungi tekna í fjármálastarfsemi og hyggjumst við halda áfram að vaxa á þessu sviði samhliða auknu framboði sjóða. Í fjármálastarfsemi færist nú aukin áhersla á að skila arðsemi samhliða því að sækja áframhaldandi tekjuvöxt.

Tækifæri í samþjöppun á fjármálamarkaði

Nokkuð hefur borið á samtölum á milli fjármálastofnana þar sem áhugi á sameiningum hefur verið viðraður með það að markmiði að auka skilvirkni og stærðarhagkvæmni í fjármálastarfsemi hér á landi. Nýverið tóku stjórnir tveggja viðskiptabanka ákvörðun um að hefja formlegar samrunaviðræður. Verði sá samruni að veruleika mun áberandi áskorandi hverfa af fjármálamarkaði. Skagi hefur verið virkur þátttakandi í þróun á fjármálamarkaði og við teljum að talsverð tækifæri séu fólgin í stöðu okkar í þessu umhverfi, bæði hvað varðar innri- og ytri vöxt, ekki síst ef samruna stærri aðila verða sett skilyrði sem munu þjóna því markmiði að efla aðra keppinauta á markaðnum.

Uppfærðar horfur í tryggingastarfsemi

Rekstrarhorfur Skaga fyrir árið 2025 voru settar fram í upphafi árs en uppfærðar m.t.t. tryggingastarfsemi þann 10. júlí sl. Rekstrarhorfur eru sem hér segir1:

  • Tryggingastarfsemi: Samsett hlutfall verði á bilinu 92% – 95%. Markmið <94%.
  • Fjármálastarfsemi: Hreinar fjármálatekjur2 nemi á bilinu 2.900 – 3.500 milljónir. Markmið >3.100 milljónir.
  • Fjárfestingartekjur: Áætluð ávöxtun fjárfestingareigna á árinu er 10% en það er byggt á forsendum vaxtastigs í upphafi árs og fjárfestingarstefnu.3

Kynningarfundur

Kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn fimmtudaginn 17. júlí, klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins í Ármúla 3, Reykjavík. Haraldur Þórðarson, forstjóri, og Brynjar Þór Hreinsson, fjármálastjóri, munu kynna uppgjörið. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi og nálgast má upptöku af honum á fjárfestasíðu félagsins. Þar verður einnig hægt að nálgast kynningarefni fundarins.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Haraldur I. Þórðarson, forstjóri Skaga, í netfanginu haraldur@skagi.is


1Upplýst verður um afkomuhorfur í trygginga- og fjármálastarfsemi ef þær breytast frá þeim vikmörkum sem kynntar eru.
2 Hreinar fjármálatekjur eru allar tekjur í fjármálastarfsemi, þ.m.t. hreinar vaxta- og þóknanatekjur, fjármunatekjur og aðrar tekjur.
3 Um er að ræða áætlaða ávöxtun fjárfestingareigna VÍS. Ekki verður upplýst um frávik frá áætlaðri ávöxtun fjárfestingareigna. Félagið birtir upplýsingar um stærstu eignir í fjárfestingarstarfsemi í fjárfestakynningum ársfjórðungslega. Hafa skal í huga að heildarstærð fjárfestingarsafnsins getur hækkað og lækkað vegna verðbreytinga, arðgreiðslna, endurkaupa, tilfærslu á ráðstöfun fjármagns innan samstæðu o.fl.