Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Råvaror |
Industri | Olja & gas |
SKEL fjárfestingafélag hf. („SKEL“) hefur gert samning við Landsbankann um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í SKEL fjárfestingafélagi hf. Tilgangur samninga um viðskiptavaktir er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins á Nasdaq Iceland með það að markmiði að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsvirði skapist og verðmyndun verði gagnsæ og skilvirk.
Samningur við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki vera 8 milljónir íslenskar krónur að markaðsvirði. Hámarksmagn á hverjum degi er 16 milljónir króna nettó markaðsvirði sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum sem gengið er að. Magnbundið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa SKEL. Ef 10 daga flökt er undir 30% er magnvegið verðbil 2,0% en annars 4,0%. Þá er markmið aðila, en ekki skylda, að kaup- og sölutilboðum sé þrepaskipt þannig að hluti tilboðsbókar sé á þrengra verðbili en magnvegið verðbil gefur til kynna og hluti á víðara verðbili þannig að ofangreindu magn vegnu verðbili sé náð.
Samningur tekur gildi þann 12. desember 2024 og er ótímabundinn. Samningsaðilum er heimilt að segja þeim upp með 14 daga fyrirvara.
Frekari upplýsingar veitir Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri, fjarfestar@skel.is