Lördag 12 Juli | 16:32:27 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2020-08-20 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-06-15 - X-dag ordinarie utdelning SFS B 0.13 ISK
2020-06-11 - Årsstämma
2019-08-22 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-03-25 - X-dag ordinarie utdelning SFS B 0.13 ISK
2019-03-20 - Årsstämma

Beskrivning

LandIsland
ListaFirst North Iceland
SektorHandel & varor
IndustriDagligvaror
Sláturfélag Suðurlands driver egen köttproduktion. Idag består organisationen av ett flertal bönder och aktieägare som tillsammans driver verksamheten. Inom verksamheten återfinns egna slakterier och tillhörande bearbetningsanläggningar, där produkterna säljs både på den inhemska – och internationella marknaden. Utöver huvudverksamheten erbjuds bearbetade produkter för lammskinn som används inom modebranschen.
2024-11-22 12:17:18

Afboðun félagsfundar SS 6. desember 2024

Stjórn Sláturfélags Suðurlands afboðar félagsfund sem halda átti 6. desember 2024 klukkan 15:00 í félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli.

Stjórn SS samþykkti á stjórnarfundi 20. september síðastliðinn að leggja fyrir félagsfund 6. desember n.k. tillögu til breytinga á 3. gr. samþykkta félagsins sem fæli í sér ,,að starfa sem framleiðendafélag skv. 5. gr. laga nr.  99/1993, með síðari breytingum, að því er varðar afurðadeild félagsins.”

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp 18. þessa mánaðar í máli nr. E-4202/2024, Innnes ehf. gegn Samkeppniseftirlitinu, er komist að þeirri niðurstöðu að nýlegar undanþágur frá samkeppnislögum, sem heimila kjötafurðastöðvum (framleiðendafélögum) að sameinast og hafa tiltekið samráð sín á milli, stríði gegn stjórnarskrá Íslands og hafi því ekki lagagildi.

Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hefur því skapast réttaróvissa um lagagildi umræddrar undanþágu sem heimilar eru framleiðendafélögum með lögum nr. 30/2024. Ekki liggur fyrir hvort dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til æðra dómsstigs. Af þeim sökum hefur stjórn SS fallið frá því að halda félagsfund 6. desember n.k. þar sem leggja átti til breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins.

Reykjavík, 22. nóvember 2024.

Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.