Lördag 21 December | 15:44:12 Europe / Stockholm

Kalender

Tid*
2023-05-10 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-17 - Årsstämma
2023-02-15 - Bokslutskommuniké 2022
2022-11-02 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-08-30 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-11 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-18 - Årsstämma
2022-02-16 - Bokslutskommuniké 2021
2021-11-03 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-09-01 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-12 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-02-24 - Bokslutskommuniké 2020
2020-11-04 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-26 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-13 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-03-20 - Årsstämma
2020-02-26 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-30 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-21 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-09 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-25 - X-dag ordinarie utdelning SYN 0.00 ISK
2019-03-22 - Årsstämma
2019-02-27 - Bokslutskommuniké 2018

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorTelekom & Media
IndustriTelekommunikation och -tjänster
Sýn är ett telekombolag. Idag erbjuder bolaget ett brett utbud av mobila tjänster, abonnemang, fast- och mobilt bredband, övriga IP-lösningar, samt tillhörande support och tjänster. En stor del av bolagets tjänster nås digitalt och kunderna återfinns både bland privat – och företagskunder, med störst verksamhet på den isländska marknaden. Bolaget kom till vid en sammanslagning av Vodafone Island och bolagen som gick under 365 koncernen.
2024-08-28 19:36:48

Árangur í fullu samræmi við útgefna afkomuspá 

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2024 var samþykktur á stjórnarfundi þann 28. ágúst 2024. 

Rekstrarhagnaður (EBIT) Sýnar hf. nam 169 m.kr. á fyrstu sex mánuðum ársins 2024 samanborið við 1.002 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 50 m.kr., samanborið við 574 m.kr. á fyrra ári. 

Tap eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins nam 339 m.kr. samanborið við 483 m.kr. hagnað á sama tímabili árið 2023. Skýrist þessi munur helst af breytilegum tekjum af IoT þjónustu annars vegar og afskrifta sem voru lægri vegna endursamninga við birgja hins vegar, samtals uppá 706 m.kr. Greint er ítarlegar frá þessu í fjárfestakynningu sem birt verður fyrir fjárfestafund sem haldinn verður fimmtudaginn 29. ágúst kl. 08:30. 

Árangur félagsins á fyrri helmingi ársins er í fullu samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti 2. júlí síðastliðinn og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT), án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptiskostnaðarliða, verði á bilinu 900-1.100 m.kr. Stjórnendur félagsins telja því að full ástæða sé til að ætla að áætlun félagsins fyrir árið 2024 standist. Jafnframt gera stjórnendur ráð fyrir verulegum jákvæðum viðsnúningi á sjóðstreymi frá rekstri félagsins á seinni helmingi ársins.  

Félagið er á réttri leið með að ná skilvirknimarkmiðum sínum um að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024. Rekstrarbatinn ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án tillits til annara verkefna sem koma inn á því ári.   

Sýn tryggði sér í júní sl. sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni fyrir tímabilin 2025-2028. Frá og með næsta hausti munu íslenskir neytendur því geta nálgast allt vinsælasta íþróttaefni sem boðið er upp á í íslensku sjónvarpi á einum stað. 

Hexatronic Group hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á hluta af Endor og er gert ráð fyrir að ljúka þeirri sölu á þriðja ársfjórðungi. Viðskiptin snerta aðallega alþjóðlega starfsemi Endor og stóra innlenda viðskiptavini sem nýta sérhæfðar samþættar lausnir. Innlendir viðskiptavinir Endor munu því áfram vera þjónustaðir af Endor að mestu leyti. Salan á þessari starfsemi mun hafa óveruleg áhrif á framtíðar rekstrarhagnað (EBIT) Sýnar. 

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri: 

Sýn hefur náð góðum árangri á lykilsviðum. Tekjur af fjölmiðlastarfsemi og þjónustutekjur eru á góðri uppleið og við sjáum jákvæða þróun í fjölda viðskiptavina í IoT þrátt fyrir tímabundinn samdrátt í tekjum. Á þessu sviði eru fjölmörg  spennandi tækifæri til vaxtar. 

Samanburður á fyrri helmingi ársins 2024 við sama tímabil 2023 tekur mið af nokkrum sértækum þáttum, meðal annars lægri IoT tekjum, hraðari afskriftum sýningarétta og jákvæðum áhrifum afskrifta í endursamningi við erlendan birgja á síðasta ári. Þessir þættir gera samanburð á milli ára nokkuð flókinn. Einnig er vert að nefna að rekstrarniðurstaða félagsins er lituð af of mikilli yfirbyggingu þar sem sameiningar fyrri ára hafa ekki komið að fullu til framkvæmda en við höfum lagt höfuðáherslu á verkefni sem efla samvinnu þvert á félagið, auka skilvirkni og vöxt. 

Til að efla þjónustu við viðskiptavini félagsins höfum við fjárfest markvisst í innviðum og erum m.a. í öflugu samstarfi varðandi uppbyggingu á farnetinu. Þar erum við að horfa til aukinnar samnýtingar innviða í fullu samræmi við heimildir sáttar við Samkeppniseftirlitið. 

Sýn hefur einnig tryggt sér sýningarréttinn á Enska boltanum fyrir tímabilin 2025-2028, en með þeim samningi höfum við tryggt viðskiptavinum félagins aðgang að öllu vinsælasta íþróttaefni sem í boði er á einum stað. Mikil tækifæri eru í samstarfi þvert á félagið við að nýta skalanleika virðiskeðju Sýnar til fulls ásamt því að bjóða uppá dagskrárgerð á heimsmælikvarða. Nú þegar höfum við orðið vör við mikinn áhuga á þessari frábæru vöru, hvort sem er frá viðskiptavinum eða mögulegum dreifingaraðilum. Við munum áfram einbeita okkur að skilvirkni í þjónustu og vöruframboði með það að markmiði að einfalda líf viðskipavina okkar á skemmtilegan og öruggan hátt. 

Við höfum metnaðarfull áform fyrir komandi misseri og erum að vinna markvisst að mótun nýrrar stefnu sem verður kynnt fyrir markaðnum á fjárfestadegi Sýnar þann 7. nóvember næstkomandi. Áherslan verður á skilvirkni, vöxt og samvinnu sem eru helstu drifkraftar vegferðar okkar til framtíðar.