Söndag 14 December | 02:36:32 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2023-05-10 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-17 - Årsstämma
2023-02-15 - Bokslutskommuniké 2022
2022-11-02 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-08-30 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-11 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-18 - Årsstämma
2022-02-16 - Bokslutskommuniké 2021
2021-11-03 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-09-01 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-12 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-02-24 - Bokslutskommuniké 2020
2020-11-04 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-26 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-13 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-03-20 - Årsstämma
2020-02-26 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-30 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-21 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-09 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-25 - X-dag ordinarie utdelning SYN 0.00 ISK
2019-03-22 - Årsstämma
2019-02-27 - Bokslutskommuniké 2018

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorTelekom & Media
IndustriTelekommunikation och -tjänster
Sýn är ett telekombolag. Idag erbjuder bolaget ett brett utbud av mobila tjänster, abonnemang, fast- och mobilt bredband, övriga IP-lösningar, samt tillhörande support och tjänster. En stor del av bolagets tjänster nås digitalt och kunderna återfinns både bland privat – och företagskunder, med störst verksamhet på den isländska marknaden. Bolaget kom till vid en sammanslagning av Vodafone Island och bolagen som gick under 365 koncernen.

Vem äger bolaget?

All ägardata du vill ha finns i Holdings!

2025-11-05 18:01:13

Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025.

Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90 m.kr. Þá voru bókfærðar tekjur vegna fjölmiðlastyrks, að fjárhæð 124 m.kr. á sama tímabili í fyrra, en engar slíkar tekjur komu á þessu tímabili. Hefði ekki komið til þessara liða hefðu heildartekjur vaxið milli ára. Þá voru tekjur vegna auglýsingasölu og hlutaneti (IoT) undir væntingum.

Rekstrarhagnaður (EBIT) á 3F nam 7 m.kr., samanborið við 199 m.kr. á fyrra ári. Samdrátt milli ára má helst rekja til ofangreindra tekjuáhrifa auk þess sem einskiptis launakostnaður á tímabilinu jókst um 60 m.kr. í tengslum við aukna markaðssókn og endurmörkun félagsins. Þá jókst annar rekstrarkostnaður jafnframt vegna þessa. Félagið gerir ráð fyrir viðsnúningi í rekstrarhagnaði á fjórða ársfjórðungi.

EBITDAaL var stöðugt milli ára og nam 821 m.kr. á 3F, samanborið við 823 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Fjárfestingar í rekstri voru þó nokkuð hærri og námu 999 m.kr. og EBITDAaL að frádregnum fjárfestingum því neikvætt og nam -178 m.kr. á ársfjórðungnum samanborið við -237 m.kr. á sama tímabili í fyrra.

Tap eftir skatta nam 239 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 17 m.kr. hagnað á sama tímabili 2024 en á samanburðartímabili var hagnaður eftir skatta af aflagðri starfsemi Endor samtals 125 m.kr..

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri:

„Þriðji ársfjórðungur var krefjandi, en við sjáum nú merki um viðsnúning. Samningurinn við Nova um framsal 4G- og 5G-dreifikerfa til Sendafélagsins er lykilskref sem lækkar fjárfestingaþörf, bætir nýtingu innviða og styrkir sjóðstreymi.

Tekjur og EBIT hafa dregist saman á þriðja ársfjórðungi en EBITDAaL er í jafnvægi og rekstrargrundvöllurinn að styrkjast. Við höldum áfram að aðlaga okkur að breyttu rekstrarumhverfi með því að einfalda starfsemina, bæta þjónustu, nýta tækifæri og mæta áskorunum sem felast í hraðri tækniþróun og breyttum neysluvenjum. Samhliða er unnið að endurskoðun á rekstrarmódeli fjölmiðla.“

Fjárhagsdagatal:

  • Afkoma 4F og ársuppgjör 2026                                                                       26. febrúar 2026
  • Aðalfundur                                                                                                           26. mars 2026

Frekari upplýsingar 

  • Ekki verður haldin fjárfestafundur til að kynna uppgjör 3. ársfjórðungs. Næsti fjárfestafundur verður haldinn 27. febrúar 2026 í kjölfar birtingar ársuppgjörs 2025.