Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Small Cap Iceland |
Sektor | Telekom & Media |
Industri | Telekommunikation och -tjänster |
2024-02-26 17:00:00
Sýn hf. og Kristín Friðgeirsdóttir hafa gert samkomulag um að Kristín láti af störfum sem fjármálastjóri fyrirtækisins. Kristín hefur gengt þeirri stöðu frá árinu 2021.
Herdís Dröfn Fjeldsted: "Við þökkum Kristínu fyrir hennar framlag til félagsins á undanförnum árum og óskum henni velfarnaðar. Kristín lætur af daglegum störfum á næstu dögum en verður félaginu innan handar þar til eftirmaður verður ráðinn.”
Kristín Friðgeirsdóttir: "Síðustu ár hafa verið viðburðarrík á fjármálasviði Sýnar og mörgum stórum verkefnum nú lokið. Það er því eðlilegt að annar taki við keflinu. Ég vil þakka öllu starfsfólki Sýnar fyrir frábært samstarf og óska þeim alls hins besta."