Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Small Cap Iceland |
Sektor | Telekom & Media |
Industri | Telekommunikation och -tjänster |
Aðalfundur Sýnar hf. verður haldinn föstudaginn 14. mars 2025 kl. 15:00, sbr. fundarboð sem sent var til kauphallar þann 21. febrúar 2025
Eftirtalin framboð bárust innan lögboðins framboðsfrests:
Framboð til aðalstjórnar
- Hákon Stefánsson
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir
- Páll Gíslason
- Petrea Ingileif Guðmundsdóttir
- Ragnar Páll Dyer
Nánari upplýsingar um frambjóðendur er að finna í skýrslu tilnefningarnefndar félagsins, sem birt var með aðalfundarboði þann 21. febrúar 2025.
Framboð til varastjórnar:
- Daði Kristjánsson
- Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir
Þar sem einungis fimm framboð bárust til aðalstjórnar og tvö til varastjórnar verða allir hlutaðeigandi sjálfkjörnir á fundinum.
Framboð til tilnefningarnefndar:
Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum jafnframt tækifæri á að kjósa allt að þrjá einstaklinga í tilnefningarnefnd.
Framboð til tilnefningarnefndar:
- Guðríður Sigurðardóttir
- Þröstur Olaf Sigurjónsson
Þar sem einungis tvö framboð til tilnefningarnefndar bárust innan framboðsfrests verða þeir nefndarmenn sem kosnir eru á aðalfundi félagsins sjálfkjörnir.