Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Small Cap Iceland |
Sektor | Telekom & Media |
Industri | Telekommunikation och -tjänster |
Á aðalfundi Sýnar hf. þann 11. apríl 2024 var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutfé félagsins. Fundurinn samþykkti að hlutafé félagsins verði lækkað um kr. 33.527.940 að nafnvirði, einvörðungu til lækkunar eigin hluta á grundvelli ákvæða laga um hlutafélög, nr. 2/2995. Hlutafé félagins lækkar þar með úr kr. 2.510.017.540 að nafnvirði í kr. 2.476.489.600 að nafnvirði. Þar sem hver hlutur er að fjárhæð kr. 10,- að nafnverði eða margfeldi þeirrar fjárhæðar, verða útgefnir hlutir í Sýn hf. samtals 247.648.960 eftir lækkunina. Lækkunin nemur öllu hlutafé sem félagið hafði keypt á grundvelli heimildar sem samþykkt var á aðalfundi Sýnar hf. þann 17. mars 2023 til að kaupa eigin hluti.
Ríkisskattstjóri hefur nú samþykkt lækkunina og beiðni hefur verið send á Nasdaq Iceland. Mun lækkunin verða framkvæmd 13. maí 2023.
Að öðru leyti er vísað er til tilkynningar félagsins sem birtist í fréttakerfi Kauphallar þann 11. apríl 2024 þar sem greint er frá niðurstöðum aðalfundar.
Nánari upplýsingar veittar á netfanginu; fjarfestatengsl@syn.is