Torsdag 1 Januari | 08:13:40 Europe / Stockholm

Kalender

Est. tid*
2023-05-10 - Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-17 - Årsstämma
2023-02-15 - Bokslutskommuniké 2022
2022-11-02 - Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-08-30 - Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-11 - Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-18 - Årsstämma
2022-02-16 - Bokslutskommuniké 2021
2021-11-03 - Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-09-01 - Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-12 - Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-02-24 - Bokslutskommuniké 2020
2020-11-04 - Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-26 - Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-05-13 - Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-03-20 - Årsstämma
2020-02-26 - Bokslutskommuniké 2019
2019-10-30 - Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-21 - Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-09 - Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-25 - X-dag ordinarie utdelning SYN 0.00 ISK
2019-03-22 - Årsstämma
2019-02-27 - Bokslutskommuniké 2018

Beskrivning

LandIsland
ListaSmall Cap Iceland
SektorTelekom & Media
IndustriTelekommunikation och -tjänster
Sýn är ett telekombolag. Idag erbjuder bolaget ett brett utbud av mobila tjänster, abonnemang, fast- och mobilt bredband, övriga IP-lösningar, samt tillhörande support och tjänster. En stor del av bolagets tjänster nås digitalt och kunderna återfinns både bland privat – och företagskunder, med störst verksamhet på den isländska marknaden. Bolaget kom till vid en sammanslagning av Vodafone Island och bolagen som gick under 365 koncernen.

Vem äger bolaget?

All ägardata du vill ha finns i Holdings!

2025-12-31 15:00:00

Eins og fram kom í fyrri kauphallartilkynningu  Sýnar hf. (hér eftir „félagið“ eða  Sýn hf.“) undirrituðu Nova hf. og Sýn hf. þann 30. október 2025 samstarfssamning, sem kvað meðal annars á um fyrirhugað framsal dreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850, og hluthafasamkomulag varðandi stjórnhætti Sendafélagsins ehf., ákvarðanatöku innan þess félags o.fl. Þá kom fram í fyrri kauphallartilkynningu að þann 12. nóvember 2025 undirrituðu félagið og Sendafélagið ehf. kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi félagsins (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. gegn seljandaláni, en afhending búnaðarins til Sendafélagsins ehf. skyldi fara fram þann 31. desember 2025.

Í framhaldi af framangreindum samningum og á grundvelli þeirra undirrituðu félagið og Sendafélagið ehf. þjónustusamning þann 8. desember 2025 um þá þjónustu sem félagið mun kaupa af Sendafélaginu ehf.

Þann 8. desember 2025 var haldinn hluthafafundur í Sendafélaginu ehf. þar sem teknar voru ákvarðanir um hækkun hlutafjár Sendafélagsins ehf. og að Nova hf. og Sýn hf. væri heimilt að greiða fyrir hið nýja hlutafé með afhendingu fjarskiptabúnaðar til Sendafélagsins ehf. Samkvæmt ákvörðuninni skyldi fjarskiptabúnaðurinn formlega afhentur Sendafélaginu ehf. þann 31. desember 2025, en rekstur Sendafélagsins ehf. á nýjum grundvelli skyldi hefjast þann 1. janúar 2026. Á hluthafafundi Sendafélagsins ehf. voru jafnframt samþykktir kaupsamningur og lánssamningur Sendafélagsins ehf. við félagið, en slíkt samþykki var skilyrði fyrir gildistöku þeirra.

Þann 19. desember 2025 skrifaði félagið undir bindandi hlutafjárloforð (áskriftarloforð) gagnvart Sendafélaginu ehf. um afhendingu félagsins á fjarskiptabúnaði til Sendafélagsins ehf. að verðmæti 817.850.000 sem endurgjald fyrir nýtt hlutafé í Sendafélaginu ehf., ýmist í Flokki A eða Flokki B, á genginu kr. 1 (ein króna) fyrir hverja krónu nafnverðs, í samræmi við framangreinda ákvörðun hluthafafundar Sendafélagsins ehf. um hækkun hlutafjár Sendafélagsins ehf.

Í dag þann 31. desember 2025 framseldi félagið allan framangreindan fjarskiptabúnað til Sendafélagsins ehf., bæði þann fjarskiptabúnað sem félagið seldi Sendafélaginu ehf. á grundvelli áðurgreinds kaupsamnings og þann fjarskiptabúnað sem er endurgjald fyrir nýtt hlutafé félagsins í Sendafélaginu ehf. Með því telur félagið sig hafa efnt framangreindan kaupsamning við Sendafélagið ehf. og framangreint hlutafjárloforð (áskriftarloforð).

Nánari upplýsingar veita fjárfestatengsl félagsins í gegnum netfangið fjarfestatengsl@syn.is.