21:12:27 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2025-03-27 Årsstämma 2025
2025-02-27 Bokslutskommuniké 2024
2024-11-28 Kvartalsrapport 2024-Q3
2024-08-29 Kvartalsrapport 2024-Q2
2024-05-30 Kvartalsrapport 2024-Q1
2024-03-21 Årsstämma 2024
2024-02-22 Bokslutskommuniké 2023
2023-10-19 Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-17 Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-05 Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-16 Årsstämma 2023
2023-02-23 Bokslutskommuniké 2022
2022-10-20 Kvartalsrapport 2022-Q3
2022-08-18 Kvartalsrapport 2022-Q2
2022-05-06 Kvartalsrapport 2022-Q1
2022-03-17 Årsstämma 2022
2022-02-24 Bokslutskommuniké 2021
2021-10-21 Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-08-19 Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-04-30 Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-03-19 Årsstämma 2021
2021-02-25 Bokslutskommuniké 2020
2020-10-22 Kvartalsrapport 2020-Q3
2020-08-20 Kvartalsrapport 2020-Q2
2020-04-30 Kvartalsrapport 2020-Q1
2020-03-19 Årsstämma 2020
2020-02-27 Bokslutskommuniké 2019
2019-10-23 Kvartalsrapport 2019-Q3
2019-08-21 Kvartalsrapport 2019-Q2
2019-05-02 Kvartalsrapport 2019-Q1
2019-03-21 Ordinarie utdelning SKAGI 1.07 ISK
2019-03-20 Årsstämma 2019
2019-02-27 Bokslutskommuniké 2018
2018-08-22 Kvartalsrapport 2018-Q2
2018-03-22 Årsstämma 2018
2018-02-28 Bokslutskommuniké 2017
2016-03-17 Ordinarie utdelning SKAGI 2.17 ISK

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorFinans
IndustriFörsäkring
Vátryggingafélag Íslands är ett försäkringsbolag. Bolaget erbjuder ett varierande utbud av försäkringslösningar inriktat mot person-, hem - och reseförsäkring. Utöver erbjuds försäkring för fordon samt olika lösningar för företag. Kunderna återfinns huvudsakligen bland företagskunder inom varierande branscher, inkluderat industri, jordbruk, hälsa och sjukvård, samt finans. Störst verksamhet återfinns på den isländska marknaden.
2024-05-08 00:22:48

Vátryggingafélag Íslands hf. (Skagi) hefur undirritað kaupsamning við hluthafa Íslenskra verðbréfa hf. (ÍV) um kaup Skaga á 97,07% hlutafjár í félaginu. Horft er til þess að í kjölfarið verði farið í kaup hlutafjár annarra hluthafa þannig að Skagi verði einn eigandi alls hlutafjár í Íslenskum verðbréfum. Kaupverð 97,07% hlutafjár í Íslenskum verðbréfum er 1.598 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að kaupverðið verði greitt með reiðufé, en Skagi hefur val um að greiða allt að fjórðungi kaupverðsins með afhendingu nýs hlutafjár í Skaga. Fyrirtækjaráðgjöf og sérhæfðar fjárfestingar eru undanskilin í kaupunum. Jóhann M. Ólafsson, forstjóri ÍV, hefur stigið til hliðar og Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri ÍV sjóða, hefur tekið tímabundið við sem forstjóri félagsins.

Íslensk verðbréf, sem var stofnað árið 1987, er eitt elsta starfandi fjármálafyrirtæki landsins og með sterkt og þekkt vörumerki á íslenskum fjármálamarkaði. Félagið býður upp á þjónustu á sviði markaðsviðskipta, eigna- og sjóðastýringar og var með 96 milljarða króna í stýringu um síðustu áramót. Alls voru um 4.000 viðskiptavinir með fjármuni í eignastýringu og vörslu hjá Íslenskum verðbréfum í lok árs 2023.

Íslensk verðbréf hafa frá stofnun verið með höfuðstöðvar sínar á Akureyri og horft er til þess að starfsemi félagsins verði þar áfram, enda er markmið samstæðu Skaga að efla þjónustu við viðskiptavini á Norðurlandi. Eigna- og sjóðastýring ásamt markaðsviðskiptum verða starfrækt innan samstæðu Skaga og samþætt núverandi fjármálastarfsemi eftir að kaupin hafa gengið í gegn.

Rík áhersla er lögð á vöxt í kjarnastarfsemi Skaga, þ.e. í trygginga- og fjármálastarfsemi, og kaupin eru því mikilvægur áfangi í vegferð Skaga til þess að styrkja enn frekar grunnstoðir samstæðunnar, með innri og ytri vexti.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins.

Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga:

„Það er mikið gleðiefni að Íslensk verðbréf bætist í hóp öflugra fyrirtækja í samstæðu Skaga. Þessi viðbót mun efla þjónustu við viðskiptavini okkar á Norðurlandi og styrkir stöðu okkar á sviðum eignastýringar og markaðsviðskipta. Samstæða Skaga er nú þegar með öflugan rekstur á svæðinu en kaupin eru mikilvægt skref í frekari uppbyggingu fyrir norðan. Íslensk verðbréf hafa í hátt í fjóra áratugi boðið upp á framúrskarandi þjónustu á sviði eignastýringar og mun halda því áfram innan samstæðu Skaga.

Eignir í stýringu hjá Skaga munu nema um 220 milljörðum króna eftir viðskiptin og við færumst því nær langtímamarkmiðum okkar um vöxt á íslenskum fjármálamarkaði. Við erum líka stolt af því að framboð sjóða hjá Skaga eykst umtalsvert eftir kaupin. Við höfum metnaðarfull markmið um vöxt á íslenskum fjármálamarkaði og kaupin eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð.“

Jóhann M. Ólafsson, fráfarandi forstjóri Íslenskra verðbréfa:

„Undanfarin ár hefur Björg Capital Management, ásamt öflugum hópi starfsfólks, byggt upp starfsemi Íslenskra verðbréfa í höfuðstöðvum félagsins á Akureyri. Nú hefur Skagi, sem er öflugt fjármálafyrirtæki, séð tækifærið sem felst í því að halda áfram uppbyggingu á fjármálastarfsemi á Norðurlandi. Með sölunni gefst okkur í Björgu Capital Management aukið tækifæri til að efla sérhæfðar fjárfestingar svo sem í fiskeldi og stórþara ásamt öðrum verkefnum og þjónustu er tengjast bláa hagkerfinu. Þetta eru spennandi tímamót hjá okkur en við sjáum mikil tækifæri í því að leiða fjárfestingar, uppbyggingu og ráðgjöf hér á landi og erlendis á komandi árum, enda mikil þekking og reynsla á því sviði sem býr innan okkar raða.“

Frekari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri Skaga, í síma 660-5260 og með tölvupósti erla@skagi.is