Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Framboðsfrestur til stjórnar Kviku banka hf. rann út þann 21. mars 2025. Eftirtaldir einstaklingar gáfu kost á sér til setu í stjórn fyrir aðalfund félagsins, sem haldinn verður kl. 16:00 þann 26. mars nk. á Nauthól í Reykjavík, auk þess sem boðið er upp á fullgilda rafræna þátttöku í gegnum Lumi AGM:
Í framboði til stjórnar:
- Sigurður Hannesson
- Helga Kristín Auðunsdóttir
- Guðjón Reynisson
- Ingunn Svala Leifsdóttir
- Páll Harðarson
- Áslaug Eva Björnsdóttir
Í framboði sem varamenn í stjórn:
- Kolbrún Jónsdóttir
- Thomas Skov Jensen
Það er mat stjórnar að öll framboð séu gild, sbr. 63. gr. a. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Samkvæmt samþykktum félagsins skal stjórn skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum.
Athygli er vakin á því að hluthafar eða umboðsmenn þeirra sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig hér eigi síðar en kl. 16:00 í dag.
Með innskráningu þarf að fylgja mynd af gildum skilríkjum og umboð, ef við á. Atkvæðagreiðsla á fundinum mun alfarið fara fram í gegnum Lumi AGM, hvort sem hluthafar mæta til fundarins á Nauthóli eða taka þátt með rafrænum hætti.
Nánari upplýsingar um frambjóðendur og aðrar upplýsingar um framkvæmd aðalfundar eru aðgengilegar á heimasíðu bankans.