16:05:51 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2024-02-15 Bokslutskommuniké 2023
2023-11-02 Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-17 Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-11 Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-30 Årsstämma 2023
2023-02-15 Bokslutskommuniké 2022
2022-02-24 Bokslutskommuniké 2021
2021-11-25 Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-08-26 Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-27 Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-04-21 Årsstämma 2021
2021-02-17 Bokslutskommuniké 2020
2019-03-21 Ordinarie utdelning KVIKA 0.24 ISK

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorFinans
IndustriBank
Kvika Banki bedriver bankverksamhet. Störst inriktning återfinns inom investment banking där bolaget erbjuder traditionell kapitalförvaltning, mäkleri och tillhörande rådgivning. Specialistkompetens återfinns inom erbjudandet av finansiella tjänster och investering, från räntebärande papper, aktier- och fondsparande, till fastighetsinvestering. Kunderna återfinns bland privat- och företagskunder samt institutioner.
2023-11-02 16:34:39

Á stjórnarfundi þann 2. nóvember 2023 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir tímabilið 1. janúar til 30.september 2023.
                                                                                                           
Helstu atriði úr árshlutareikningi fyrstu níu mánaða ársins 2023

  • Hagnaður fyrir skatta nam 3.742 milljónum króna
  • Arðsemi efnislegs eigin fjár fyrir skatta var 11,5%
  • Hagnaður á hlut nam 0,5 kr. á tímabilinu
  • Heildareignir námu 328 milljörðum króna
  • Eigið fé samstæðunnar var 80 milljarðar króna
  • Gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar var 1,24 og eiginfjárhlutfall samstæðunnar án tryggingastarfsemi (CAR) var 22,7%
  • Heildar lausafjárþekjuhlutfall (LCR) samstæðunnar var 301%
  • Heildareignir í stýringu námu 449 milljörðum króna
  • Samsett hlutfall trygginga nam 94,0%

Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn kl. 16.15 fimmtudaginn 2. nóvember í höfuðstöðvum bankans, á 9. hæð í Katrínartúni 2, 105 Reykjavík. Fundinum verður jafnframt streymt á íslensku á eftirfarandi vefslóð:

https://kvika.is/kynning-a-uppgjori-9m-2023/

Meðfylgjandi er fjárfestakynning. Að auki mun upptaka með enskum texta vera gerð aðgengileg á vefsvæði Kviku.

Áhrifa af erfiðum aðstæðum á fjármálamörkuðum gætir enn

Hagnaður Kviku fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins 2023 nam 3.742 milljónum króna og arðsemi efnislegs eigin fjár (e. return on tangible equity) fyrir skatta var 11,5% á tímabilinu. Á þriðja ársfjórðungi nam hagnaður Kviku fyrir skatta 1.058 milljónum króna, sem er er í samræmi við spá bankans um hagnað að undanskildum fjárfestingartekjum, sem birt var samhliða 6 mánaða uppgjöri í ágúst síðastliðnum.

Hreinar vaxtatekjur námu 6.469 milljónum króna og jukust um 12% miðað við sama tímabil árið áður. Vaxtatekjur útlána jukust töluvert frá sama tímabili árið áður, einkum vegna heilbrigðs vaxtar lánabókar en á móti minnkaði vaxtamunur lausafjáreigna vegna mikilla hækkana vaxta á tímabilinu.

Markaðsaðstæður hafa enn mikil áhrif á hreinar fjárfestingartekjur og þóknanatekjur. Fjárfestingatekjur námu 170 milljónum króna á tímabilinu og hreinar þóknanatekjur voru 4.423 milljónir króna.

Rekstrarkostnaður, að viðbættum rekstrarkostnaði trygginga nam 11.271 milljón króna á fyrstu níu mánuðum ársins.

Öflugur tryggingarekstur, sterkt samsett hlutfall í þriðja fjórðungi

Rekstur TM heldur áfram að vera sterkur og nam samsett hlutfall TM 87,5% á þriðja fjórðungi og 94,0% á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 95,8% á sama tímabili árið á undan. Þá jukust iðgjaldatekjur á tímabilinu um 12,9% frá fyrra ári en tjónakostnaður hægar eða um 10,2%.

Sterkur efnahagur og lausafjárstaða

Heildareignir eru stöðugar og námu 328 milljörðum króna í lok september. Útlán til viðskiptavina jukust um tæpa 17 milljarða króna á tímabilinu og námu 124 milljörðum króna í lok september. Innstæður í bönkum og Seðlabanka ásamt ríkistryggðum verðbréfum námu 104 milljörðum króna en heildar lausafjáreignir voru 141 milljarðar króna. Heildar lausafjárþekja (LCR) samstæðunnar án tryggingastarfsemi nam 301% í lok tímabilsins sem var vel umfram 100% lágmarkskröfu eftirlitsaðila.

Eigið fé samstæðunnar var 80 milljarðar króna í lok tímabilsins. Gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar var 1,24 í lok árshelmingsins og áhættuvegið eiginfjárhlutfall samstæðunnar (CAR) án áhrifa TM nam 22,7%, en eiginfjárkrafa ásamt eiginfjáraukum eftirlitsaðila er 18,7%.

Endurkaupum lokið

Á tímabilinu 26. júní til 27. september keypti Kvika 58.952.375 eigin hluti, sem samsvarar 1,233% af útgefnum hlutum í félaginu, fyrir 999.999.999 kr. Kaup á eigin bréfum samkvæmt endurkaupa áætlun, sem samþykkt var af stjórn Kviku 23. júní 2023, námu að hámarki 1.000.000.000 króna að kaupverði og er þeim lokið.

Kvika mun skoða frekari endurkaup í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans þar sem kveðið er á um að Kvika horfi til þess að greiða að lágmarki 25% af hagnaði eftir skatta til hluthafa, annað hvort í formi arðgreiðslu eða með endurkaupum á eigin bréfum.

Horfur óbreyttar

Rekstrarniðurstaða að frátöldum hreinum fjárfestingatekjum fyrir þriðja ársfjórðung 2023 er í samræmi við spá bankans sem birt var í ágúst 2023 samhliða birtingu uppgjörs Kviku fyrir fyrri árshelming 2023.

Spá Kviku um afkomu félagsins fyrir skatta, án hreinna fjárfestingatekna, helst óbreytt og er gert ráð fyrir að afkoman verði um 6,6 milljarðar króna á 12 mánaða tímabili sem lýkur 30. júní 2024. Áætlað er að fjárhagsleg markmið verði birt samhliða birtingu uppgjörs Kviku fyrir fjórða ársfjórðung í febrúar 2024.

Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku:

„Undirliggjandi rekstur bankans hefur verið traustur á þessu ári, en við höfum lent í mótvindi vegna hækkandi vaxta og krefjandi aðstæðna á fjármálamörkuðum. Þetta endurspeglast í lægri þóknanatekjum í eignastýringu og markaðsviðskiptum sem og í hverfandi fjárfestingatekjum. Það er hins vegar mjög jákvætt að sjá góða afkomu í vátrygginga- og lánastarfsemi okkar. Vátryggingar skila framúrskarandi samsettu hlutfalli á þriðja ársfjórðungi og vöxtur lánabókar er góður á öllum sviðum.

Við sjáum líka jákvæða þróun í flestum rekstrareiningum. Á Viðskiptabankasviði eru öll vörumerki okkar í einstaklingsþjónustu, Lykill, Auður, Netgíró og Aur í öflugum vexti. Straumur lauk innleiðingu nær allra söluaðila sem fluttir voru frá Rapyd og er félagið nú í fullum rekstri með um 25% hlutdeild á innlendum greiðslumarkaði. Kvika er með hæstu markaðshlutdeild í skuldabréfaviðskiptum á Nasdaq Iceland á þessu ári auk þess sem hlutdeild í hlutabréfaviðskiptum hefur aukist umtalsvert. Þá fer afkoma í Bretlandi batnandi með heilbrigðum vexti lánabókar og bættum vaxtamun.

Gripið hefur verið til aðgerða til að auka skilvirkni og bæta rekstur í bankanum. Meðal lykilaðgerða er 900 milljóna króna lækkun árlegs rekstrarkostnaðar og stefnumótandi ákvörðun um að hefja sölu á dótturfélaginu TM. Salan mun gera Kviku kleift að skerpa áherslu stjórnenda á kjarna bankastarfsemi, stækka og auka fjölbreytni í lánabók bankans, auka arðsemi, auk þess að skila verulegu fjármagni til hluthafa."