17:32:46 Europe / Stockholm

Kurs & Likviditet

Kursutveckling och likviditet under dagen för detta pressmeddelande

Kalender

2024-02-15 Bokslutskommuniké 2023
2023-11-02 Kvartalsrapport 2023-Q3
2023-08-17 Kvartalsrapport 2023-Q2
2023-05-11 Kvartalsrapport 2023-Q1
2023-03-30 Årsstämma 2023
2023-02-15 Bokslutskommuniké 2022
2022-02-24 Bokslutskommuniké 2021
2021-11-25 Kvartalsrapport 2021-Q3
2021-08-26 Kvartalsrapport 2021-Q2
2021-05-27 Kvartalsrapport 2021-Q1
2021-04-21 Årsstämma 2021
2021-02-17 Bokslutskommuniké 2020
2019-03-21 Ordinarie utdelning KVIKA 0.24 ISK

Beskrivning

LandIsland
ListaMid Cap Iceland
SektorFinans
IndustriBank
Kvika Banki bedriver bankverksamhet. Störst inriktning återfinns inom investment banking där bolaget erbjuder traditionell kapitalförvaltning, mäkleri och tillhörande rådgivning. Specialistkompetens återfinns inom erbjudandet av finansiella tjänster och investering, från räntebärande papper, aktier- och fondsparande, till fastighetsinvestering. Kunderna återfinns bland privat- och företagskunder samt institutioner.
2022-08-18 17:31:00

Á stjórnarfundi þann 18. ágúst 2022 samþykktu stjórn og forstjóri árshlutauppgjör samstæðu Kviku banka hf. („Kvika“) fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2022.
                                                                                                           
Helstu atriði úr árshlutareikningi á fyrri árshelmingi 2022

  • Hagnaður fyrir skatta nam 2.167 milljónum króna
  • Arðsemi vegins efnislegs eigin fjár fyrir skatta var 10,0%
  • Hagnaður á hlut nam 0,35 kr. á tímabilinu
  • Heildareignir námu 287 milljörðum króna
  • Eigið fé samstæðunnar var 79 milljarðar króna
  • Gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar var 1,28 og eiginfjárhlutfall samstæðunnar án tryggingastarfsemi (CAR) var 24,4% í lok tímabilsins
  • Heildar lausafjárþekjuhlutfall (LCR) samstæðunnar var 229%
  • Heildareignir í stýringu námu 457 milljörðum króna

Kynningarfundur fyrir hluthafa og markaðsaðila verður haldinn kl. 16:15 fimmtudaginn 18. ágúst. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum bankans, á 9. hæð í Katrínartúni 2, 105 Reykjavík þar sem stjórnendur kynna niðurstöður uppgjörsins. Fundinum verður jafnframt streymt á íslensku á eftirfarandi vefslóð:

https://kvika.is/kynning-a-uppgjori-6m-2022/

Meðfylgjandi er fjárfestakynningin. Að auki mun upptaka með enskum texta vera gerð aðgengileg á vefsvæði Kviku.

Afkoma utan fjárfestingatekna í samræmi við áætlanir

Hagnaður Kviku fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 nam 2.167 milljónum króna. Arðsemi vegins efnislegs eigin fjár (e. return on weighted tangible equity) fyrir skatta var 10,0% á tímabilinu.

Hreinar vaxtatekjur námu 3.426 milljónum króna og jukust um 93% miðað við sama tímabil árið áður. Aukningu vaxtatekna má helst skýra með stækkun og breyttri samsetningu lánasafns vegna samruna við Lykil fjármögnun og kaupum á Ortus Secured Finance, breyttri samsetningu lausafjáreigna ásamt hagstæðri þróun fjármagnskostnaðar. Hrein virðisrýrnun nam 96 milljónum króna á tímabilinu samanborið við jákvæðar virðisbreytingar upp á 104 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins 2021. Hreinar fjárfestingatekjur voru neikvæðar um 91 milljón króna við krefjandi aðstæður á eignamörkuðum. Hreinar þóknanatekjur námu 3.219 milljónum króna sem er 8,4% lækkun frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður nam 6.410 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins og var í samræmi við áætlanir.

Samsett hlutfall TM hærra og ávöxtun fjáreigna neikvæð

Samsett hlutfall TM nam 99,9% á fyrri helmingi ársins samanborið við 91,5% á sama tímabili árið á undan. Tap vegna fjárfestinga tryggingafélagsins nam 361 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og ávöxtun eignasafnsins því -1,0% á tímabilinu samanborið við 9,3% ávöxtun á fyrri helmingi ársins 2021.

Sterkur efnahagur og góð lausafjárstaða

Heildareignir Kviku jukust um 16% eða 41 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 og námu 287 milljörðum króna í lok júní. Útlán til viðskiptavina jukust um rúma 26 milljarða króna á tímabilinu og  námu 98 milljörðum króna í lok júní. Aukningin er að stórum hluta til komin vegna kaupa á Ortus Secured Finance Ltd. Innstæður í bönkum og Seðlabanka ásamt ríkistryggðum verðbréfum námu 74 milljörðum króna en heildar lausafjáreignir voru 108 milljarðar króna og jukust um 8 milljarða króna á tímabilinu. Heildar lausafjárþekja (LCR) samstæðunnar nam 229% í lok árshelmingsins sem var vel umfram 100% lágmarkskröfu eftirlitsaðila.

Eigið fé samstæðunnar var 79 milljarðar króna í lok tímabilsins samanborið við 78 milljarða króna í lok 2021. Gjaldþolshlutfall fjármálasamsteypunnar var 1,28 í lok árshelmingsins og áhættuvegið eiginfjárhlutfall samstæðunnar (CAR) án áhrifa TM nam 24,4%, en eiginfjárkrafa ásamt eiginfjáraukum eftirlitsaðila er 20,6%.

Endurkaup hófust í maí 2022

Á tímabilinu 19. maí til 12. ágúst keypti bankinn 92.100.000 eigin hluti, sem samsvarar um það bil 1,9% af útgefnu hlutafé, fyrir um 1,8 milljarða króna. Kaup á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlun, sem samþykkt var af stjórn Kviku þann 17. maí 2022, munu að hámarki nema 3 milljörðum króna.

Uppfærð afkomuspá

Afkomuspá Kviku fyrir næstu fjóra fjórðunga gerir ráð fyrir 9,8 milljarða króna hagnaði fyrir skatta sem samsvarar 23,4% arðsemi á efnislegt eigið fé samstæðunnar. Nánari forsendur má sjá í meðfylgjandi fjárfestakynningu.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku:

Fyrstu sex mánuðir ársins 2022 hafa verið viðburðaríkir bæði hjá samstæðu Kviku, á mörkuðum og í heiminum öllum. Á slíkum tímum er ánægjulegt að sjá ákvarðanir um áhættudreifingu rekstrar bera ávöxt, en félagið skilar jákvæðri afkomu á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður á verðbréfamörkuðum sem höfðu talsverð áhrif á fjárfestingatekjur samstæðunnar. Þá heldur grunnrekstur félagsins áfram að styrkjast og utan fjárfestingatekna er afkoma í fullu samræmi við útgefna afkomuspá.

Spennandi verkefni liggja fyrir hjá samstæðunni en í maí var tilkynnt um fyrirætlanir um stofnun dótturfélags í greiðslumiðlun og kaup á viðskiptagrunni sem gerir það að verkum að markaðshlutdeild dótturfélagsins verður veruleg. Í upphafi árs keypti Kvika meirihluta í Ortus, sem sérhæfir sig í fasteignatryggðum brúarlánum í Bretlandi, en vænta má að starfsemin í Bretlandi muni smám saman hafa meiri áhrif á afkomu félagins. Þá var annað stórt skref einnig stigið í maí þegar Kvika fékk sitt fyrsta lánshæfismat frá alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækinu Moody‘s sem opnar nýja möguleika við fjármögnun samstæðunnar og gerir okkur kleift að halda áfram að ná árangri með því að veita öðrum fjármálafyrirtækjum aukna samkeppni. Dæmi um slíka samkeppni er innlánastarfsemi Auðar sem mér þótti sérstaklega skemmtilegt að sjá vaxa um rúmlega 50% frá áramótum.

Við lítum seinni helming ársins björtum augum og hlökkum til að takast á við þau tækifæri og áskoranir sem framundan eru. Samhliða birtingu uppgjörsins er gefin út uppfærð afkomuspá fyrir næstu 12 mánuði, í samræmi við þá aðferðafræði sem félagið hóf notkun á í byrjun árs, og gerir sú spá ráð fyrir að afkoma félagsins aukist enn frekar.“