Bifogade filer
Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930 („Kvika“), verður haldinn miðvikudaginn 26. mars 2025, kl. 16:00, á Nauthóli við Nauthólsvík í Reykjavík.
Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi mál:
- Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.
- Ársreikningur félagsins fyrir árið 2024 ásamt ákvörðun um meðferð hagnaðar félagsins á reikningsárinu og meðferð hluta af söluverði TM.
Stjórn Kviku leggur til að greiddur verði út arður til hluthafa bankans sem nemi kr. 5 á hlut.
- Tillaga um endurnýjun á heimild félagsins til að kaupa eigin hlutabréf.
- Tillaga um lækkun hlutafjár með ógildingu eigin hluta og samsvarandi breytingu á samþykktum félagsins.
- Tillaga að breytingu á samþykktum félagsins.
- Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins.
- Tilnefningarnefnd.
- Tillaga um að hluthafar staðfesti framvegis skipan/kosningu allra þriggja nefndarmanna og samsvarandi breytingu á samþykktum félagsins.
- Tillaga um breytingar á starfsreglum tilnefningarnefndar.
- Tillaga um þóknun nefndarmanna í tilnefningarnefnd.
- Tillaga um staðfestingu á skipan þriggja nefndarmanna í tilnefningarnefnd.
- Tillaga um starfskjarastefnu félagsins.
- Kosning endurskoðenda félagsins.
- Tilnefning aðila í endurskoðunarnefnd.
- Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar félagsins.
- Önnur mál.
Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru aðgengileg á heimasíðu félagsins á íslensku og ensku utan þess að ársreikningur félagsins er eingöngu aðgengilegur á ensku. Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Katrínartúni 2, Reykjavík, hluthöfum til sýnis í 21 dag fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, verða einnig birt á heimasíðu félagsins, www.kvika.is/agm. Þá er skýrsla tilnefningarnefndar meðfylgjandi fundarboði þessu, auk þess sem hún er aðgengileg á heimasíðu félagsins.
Að öðru leyti vísast til meðfylgjandi fundarboðs.