Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
2025-01-27 19:11:10
Skilavald Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag að skilaáætlun fyrir Kviku banka hf. hafi verið samþykkt og ákvörðun tekin um lágmarkskröfu um eiginfjárgrunn og hæfar skuldbindingar (MREL) fyrir bankann, í samræmi við lög um skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja, nr. 70/2020.
Samkvæmt ákvörðun skilavaldsins eru MREL-kröfur Kviku 22,0% af áhættugrunni (MREL-TREA) og 6,0% af heildar áhættuskuldbindingum (MREL-TEM). Ákvörðunin tekur gildi frá dagsetningu tilkynningarinnar og telst bankinn nú þegar uppfylla MREL kröfu sína.
Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við fjárfestatengsl Kviku banka á netfanginu fjarfestatengsl@kvika.is eða í síma 540 3200.