Beskrivning
Land | Island |
---|---|
Lista | Mid Cap Iceland |
Sektor | Finans |
Industri | Bank |
2025-04-02 19:06:45
Á aðalfundi Kviku sem haldinn var þann 26. mars 2025 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins um 91.073.340 kr. að nafnvirði, eða sem nemur 91.073.340 hlutum, úr 4.722.073.340 kr. í 4.631.000.000 kr. að nafnvirði, með ógildingu eigin hluta félagsins að framangreindri fjárhæð.
Um er að ræða hluti sem voru keyptir samkvæmt formlegri endurkaupaáætlun á árinu 2024 og hafa verið keyptir samkvæmt núgildandi endurkaupaáætlun.
Hlutafjárlækkunin hefur nú verið skráð hjá fyrirtækjaskrá Skattsins og hlutafé félagsins stendur í kr. 4.631.000.000.
Eftir lækkun á bankinn 19.467.963 eigin hluti.